Skírnir - 01.01.1925, Side 147
Skírnir]
Undir straunalivöif.
133
inum, fjölbreytt, óræð, stundum kræklótt, en safamikil og
laufrík, með djópar rætur í fylgsnum sálarinnar. Aftur
á móti eru sum helztu verk Bojers ekkert annað en turn-
ar, sem hlaðnir eru eftir rökréttri áætlun, ályktun ofan á
ályktun. Vér kynnumst þar ekki öðru en hugsanaorku
höfundar, og ef vér neitum einni undirstöðu-fullyrðingu
(eins og í Troens magt), er alt hrunið til grunna,
E. H. Kv. hefur smám saman þokast úr öðrum þess-
ara flokka yfir í hinn. ímyndun lians hefur að vísu aldrei
verið mjög auðug, en í fyrri bókum hans, alt aftur að
Scílin váknar, eru mannlýsingar aðalatriðið og tilgangur-
inn tekur ekki ráðin af listinni. Samúð hans með þeim,
sem eru fyrir borð bornir í lífinu, visar honum reyndar
leið og ræður oft yrkisefnum, en hún er ekki orðin mót-
uð i neinni kennisetningu, sem raarkar hverri persónu
ákveðna braut. Sálin vaknar er í þessu efni á vegamót-
um. Lýsing Þorsteins, morðingjans, og örlaga hans er
síðasta mannlýsing höfundar, sem nær tökum á lesandan-
um án þess að hann hugsi um, hvaða hlutverk Þorsteini
sé ætlað í sögunni. En í eíðari bókum E. H. Kv. er hver
persónan eftir aðra, sem er sköpuð til þess að segja vissa
hluti, hafa ákveðin áhrif á gang sögunnar. Annars eru
þær ekki nema eins og framhlið á húsi, sem lesandinn
fær ekki að skygnast inn í og vel gæti verið máluð leik-
tjöld, eða með öðrum orðum holar að aftan, eins og álf-
konurnar í norskum þjóðsögum. Slíkar persónur eru t. d,
Melan konsúll og Álfhildur í Sálin vaknar, Herborg og
síra Ingólfur í Móra. Af þessu leiðir, að sömu persónurn-
ar koma upp aftur og aftur. Það er ekki ýkja mikill
munur á Kaldal og Jósafat, eða þeim nöfnunum, Rann-
veigu í Sambyli og Rannveigu í Sögum Rannveigar. Þær
lesa jafnvel báðar Macaulay og verður báðum sami kafl-
iun úr honum að efni umtals og umhugsunar (sjá Sambyli,
234; Sögur Rannveigar II. 157), einmitt kafli um fyrir-
gefningu. Vigdís i Sögum Rannveigar er ekki nema svipur
af Grímu í Sambýli (sem aftur er dálítið breytt útgáfa af
Imbu vatnskerlingu í Ofurefli), og samtöl þeirra Rannveig-