Skírnir - 01.01.1925, Page 148
134
Undir straumlivörf.
[Skirnir
ar og Grímu og Rannveigar og Vigdísar eru eins lík og
ástæður leyfa.
Einna skýraat kemur afturför E. H. Kv. í því að gera
sögur sínar að lífsheild fram í sögunni Alt af að tapa?
Tiiefnið er alkunnugt. Merkisbóndi á Suðurlandi, sem
hafði efnast vel eftir islenzkum háttum, gerði upp bú-
reikning sinn í blaðagrein. Honum taldist svo til, að hann
hefði altaf tapað á búskapnum. Gróðinn nam ekki kaupi
hans og konu hans öll þessi ár! Þetta gat verið efni í
smellna ádeilugrein (og mig minnir, að Indriði Einarsson
skrifaði hana) og mátti slá því upp í gaman. En það gat
líka verið efni í stórfelda og átakanlega lýsingu af íslenzk-
um bónda og íslenzku þjóðlifí. Hefur ekki þessi þjóð i
nærfelt þúsund ár staðið í stað, varist í vök, barist við
að deyja ekki út, meðan nágrannaþjóðirnar margfölduðu
mannfjölda sinn og þjóðarauð? Er ekki eins og hér hafi
sífelt verið kröftum sóað til einskis? Frá andlegu sjónar-
miði kann að mega réttlæta þessa baráttu, en hvar er
réttlæting hennar frá sjónarmiði bóndans, sem á að gera
sér jörðiua undirgefna og safua auði? Hafa ekki öll hús
á þessu landi orðið að mold einu sinni á hverjum manns-
aldri og »gróði« áratuga farið í að hrófa upp nýjum? Eða
þá ísárin og eldgosin! Er ekki von, að í þessa stétt hafi
sezt sú tilfinning, að alt lífið væri tómt tap? Bak við
þennan bónda hillir upp ótaldar kynslóðir, baráttu þeirra
og áhyggjur. Guðmundur Friðjónsson hefur tekið svipað
efni til meðferðar í Gamla heyimc Hann gerir »meinloku«
gamla Brands skiljanlega og opnar útsýn yfir hina voða-
legu baráttu þjóðarinnar við vorharðindin, svo að seint
mun fyrnast. En E. H. Kv. missir sjálft söguefnið alveg
úr hendi sér. Umtal bóndans um »tapið« verður gaspur
ut í bláinn, sem lesandinn leggur engan trúnað á. Enda
slær gamli maðurinn fljótt út í aðra sálma. Efnið úr
Litla Hvamnii kemur aftur í dálítið breyttri mynd: gatn-
ali maður, sem ætlar að kaupa unga stúlku af skuldugum
föður hennar, lætur hana af hendi fyrir hæfllega þóknun.
Og í sögulokin kemur »fyrirgefningin« og hjálpar til þess,