Skírnir - 01.01.1925, Page 149
Skimir]
Undir stranmhvörf.
135
að alt falli í Ijúfa löð. Svo sundurlaus er þessi saga, að
væri hún gamalt æfintýri, myndi enginn þjóðsagnafræð-
ingur hika við að segja, að hún væri sett saman af þrem
broturn eftir þrjá höfunda.
Þegar skáldið hefur aðra eins stjórn á persónum sín-
um og kemur fram í síðari sögura E. H. Kv., er vitanlega
auðvelt að láta alt ganga að óskum og forðast vandræði
og vandamál, sem lífsskoðun iiöf. kynni að eiga erfitt með
að leysa. Fyrir nokkrum árum var kvæði i Eimreiðinni,
sem fjallaði um svipað efni og Móri og vafalaust hefur
átt sinn þátt í, að sú saga varð til (höf. nefndi sig dul-
nefni, en mun hafa verið Sigurjón Jónsson). Þar er sagt
frá dreng, sem verður úti, en svipur hans leitar heim til
sín. Fólkið hræðist »drenginn« og stuggar honum burt.
Hér er bent á vandamál, en engin úrræði. Og er ekki
ha.*tt við, að lengi muni torvelt að buga ugg vorn við hið
ókunna og brúa djúpið milli tveggja heima? Hvernig
hei'ði farið fjuir síra Ingólfi, ef ekki hefði viljað svo til,
að hann var gæddur frábærum og fágætum miðilshæfi-
leikum? Og hvernig fer fyrir þeim prestum, sem eiga
að hafa Móra fyrir handbók í sálgæzlufræði, en vantar
slíka hæflleika? E. H. Kv. finnur það vel sjálfur, að
skáldin mega ekki vinna sér of létt að leysa vandræðin.
Hann er talsvert drjúgur yfir, að hann skuli ekki láta
Sigrlði á Bústöðum deyja. »Ef þetta, sem okkur hefur
farið í milli, hefði verið í skáldsögu eða leikriti, þá hefði
mér verið styttur aldur. — — — Langgreiðasti vegurinn
út úr ógöngunum var sá, að sálga mér* — lætur hann
Sigríði segja. En í þeirri sögu kemst hann af með dálítið
af dularfullri reynslu, sem lyftir Sigríði á hærra sjónarhól
og opnar leið út úr ógönguuum. Ilann sálgar ekki Sig-
ríði. En liann sálgar Gunnu í Sögum Rannveigar vægð-
arlaust, undir eins fyrstu nóttina eftir að Rannveig hefur
fundið hana og flutt hana heim í hjónarúmið. Það er
ekki altaf, sem greiðist svo vel úr þeirri fiækju, að mað-
ur taki fram hjá konu sinni: Ásvaldur hefur aldrei elsk-
að aðra konu en Rannveigu, Gunna deyr, Rannveig, sem