Skírnir - 01.01.1925, Page 150
136
Undir stranmhvörf.
[Skírnir
sjálf er barnlaus, tekur barn manns síns og Gunnu og
hefur sýnt frábært göfuglyndi í þessu máli. En málið'
hefði óneitanlega vandast töluvert, ef Gunnu hefði ekki
verið sálgað.
Yfirleitt finst mér E. H. Kv. á fleiri en einn veg
hafa séð of vel fyrir fólkinu í síðari sögum sinum. Hon-
um fórst betur að lýsa smælingjunum en þessu stórauð-
uga fólki. Síðan Anderson kora til sögunnar með »nokk-
uð margar hundrað-þúsundir dollara«, hefur hver auðmað-
urinn komið eftir annan: Melan konsúll, frú Rannveig
(í Sambýli), Ásvaldur, Sigmar frá Bústöðum. Eg hefði trú-
að betur á nýtt líf fyrir Eggert í Sálin vaknar, ef hann
hefði losnað við Svanlaugu Melan, sem er óvenjulega ó-
geðfeld ung stúlka, og allan konsúlsauðinn. Og fyrirgefn-
ing Rannveigar í Sögum Rannv. hefði verið meira virði,
ef Ásvaldi hefði ekki verið alveg eins leikandi létt að
auðgast aftur eftir skaða þann, sem Kaldal bakaði honum.
Stundum getur verið gott að hafa sögupersónur efnaðar.
Sumar tegundir af fjölbreyttu sálarlífi ná varla þroska,
nema áhyggjum og baráttu fyrir daglegu brauði sé létt
af mönnum. Einn af kunningjum Páls Bourget gerði hon-
um af striðni upp þau orð, að fólk, sem hefði ekki 200
þús. franka í vexti um árið, hefði ekkert sálarlíf. Það
er vafalaust ekki þetta, sem vakir fyrir E. H. Kv. Sál-
arfræði ríka fólksins hjá honum er þvert á móti fáskrúð-
ugri en hins fátæka. Ef til vill kennir hjer áhrifa styrjaldar-
áranna. En sumsstaðar virðist auðurinn vera áburður,
sem á að gera gangverk sögunnar mýkra og skáldinu,
auðveldara að stjórna því.
Um stíl E. H. Kv. mætti mikið rita, en hér er ekki
rúm til þess. Hann er víða skemtilegur og notalegur,
en Btundum væminn og ekki laus við kæki. Þegar
hann ætlar að gera mönnum upp kjarnyrði, hættir honum
til að fara út af laginu: »Þetta er versti úrsunnan-slett-
ings-fjandi í éljunum. Og myrkrið er eins og inni í kýr-
vömb, og færðin er eins og niðri í hlandfor® — segir
sendimaðurinn í Sambýli. Fyrstu setninguna gat náung-