Skírnir - 01.01.1925, Page 151
Skirnir]
Undir stranmhvörf.
137'
inn sagt. Byrjunina á tveimur siðustu setningunum og
hljóðfallið í þeim á enginn annar en E. H. Kv. En lík-
ingarnar sjálfar hefði enginn hvitur maður getað látið út
úr sér.
Mér finst stíll E. H. Kv. skemtilegastur, þegar hann
talar í eigin nafni. Hann ritar einhverjar liprustu og í-
smeygilegustu blaðagreinar, sem eg þekki. En honum
mistekst mjög oft að láta persónur sínar tala sæmilega
eðlilega. Eg nefni t. d. samtalið milli Sigmars og Boggu
á Bústöðum. Varla er hægt að hugsa sér neitt fjarstæð-
ara því, sem lítil sveitastúlka talar. Og miklu víðar en
við á er setningunum tylt saman með tómum varnöglum.
Það er alveg í samræmi við nýhyggjuna amerísku, sem
E. H. Kv. hefur orðið fyrir miklum áhrifum af, en ekki
við mælt mál manna: »Þetta getur verið. En ekki er
eg sannfærður um það. Helzt held eg ekki«. (Sveitasög-
ur, 208). >Og einh ver töluverður hlutiafbæj-
armönnum heldur, að þú hafir drepið mann«. segir Sölvi
gamli í Sálin vaknar, — og á að vera bólginn af æsingu.
Eg hef nú drepið á, hverja stefnu skáldskapur E. H.
Kv. hefur tekið. Ekki getur vaíi leikið á, að list hans
hefur beðið halla við þá breytingu, sem á hefur orðið.
Líklega veit hann það sjálfur. Og því má svara til, að
8é lífsskoðunin orðin aðalatriði í bókum hans, þá sé sann-
gjarnast að dæma þær eftir gildi hennar. Það er líka
aðalmark þessarar greinar.
II.
Ef fela skyldi i einu orði boðskap þann, sem siðarr
bækur E. H. Kv. flytja, yrði orðið tvimælalaust: fyrir-
g e f n i n g. Fyrirgefning er rauði þráðurinn í Sögum
Hannveigar. Rannveig reynir að útrýma hatrinu úr huga
föður síns og fá hann til þess að rétta versta fjandmanni
8inum hjálparhönd. Hún fyrirgefur sjálf manni sínum,
lauslæti hans o. s. frv., eins og áður er drepið á. Hún
fyrirgefur Kaldal og fær mann sinn til að hjálpa honum,.
manninum, sem hefur reynt að steypa henni bæði í sið-