Skírnir - 01.01.1925, Page 152
138
Undir straumhvörf.
[Skírnir
ferðialega og fjárhagslega glötun. Skáldið litur á hana
sem andstæðu hinna hel'nigjörnu fornkvenna og boðbera
nýrrar og betri lífsstefnu. — í Sambýli er það eitt meg-
inatriðið, að Rannveig fyrirgefur lækninum, sem með
hirðuleysi sinu hefur átt sök í dauða drengsins hennar,
og giftist honum síðan. Og margt fleira mætti nefna af
sama tæi.
En nú eru til ýmsar tegundir fyrirgefningar, eins og
E. H. Kv. veit vel sjálfur. Sumir fyrirgefa af kærleika,
af því að þeir eru heilagir menn. Sumir af tómu þrótt-
leysi og lítilmensku. Það skiftir þvi mestu, á hvaða und-
irstöðu þessi boðskapur er reistur í sögum E. H. Kv.
Samúð með þeim sem bágt eiga hefur frá upphafi
verið ríkur þáttur í verkum hans. Ilann hefur leitað
mannúðar, kærleika og bjartsýni, ekki einungis af ósjálf-
ráðri þörf, heldur af hagnýtri skynsemi, að dæmi hinna
amerísku nýhyggjanda. Það er ekki einungis Ijótt og ó-
kristilegt að bera hatur í brjósti. Það er heimskulegt.
Það er manni sjálfum »stöðugt kvalræði«. »Það er yndis-
legt að fyrirgefa«, segir Rannveig í Sambýli. »Það er
guðdómlega yndislegt að fyrirgefa. En hvað eg hef ver-
ið rnikið barn! En hvað eg hef verið vitlaus!*.
En þetta er ekki nóg. Mannúð og skynsemi ráða
ekki við að fyrirgefa, nema dregið sé úr yfirsjónunum.
Það má gera á ýmsau hátt. Þegar Gríma hefur oiðið þess
valdandi, að sonur liennar kveikir í húsi Jósafats, huggar
frú Rannveig hana með því að rekja orsakirnar til stjórn-
málamanna Norðurálfunnar (Sambýli, 308—309). Með því
að rekja tildrög hvers atburðar í allar áttir má dreifa
allri ábyrgð, svo að enginn finni til þess, sem kemur í
lians hlut. Mennirnir eru börn, sem ráða ekki og vita
ekki, hvað þeir eru að gera. »Hver veit, nema guð líti
á Kaldal eins og óþægt barn?« (Sögur Rannveigar II,
175). Aftan. við Marjas, eina af allra beztu smásögum
E. II. Kv., er dálitill eftirmáli. Hann sýnir þennan skoð-
unarhátt furðu vel. Sögumaðurinn á tal við fóstru sína,
sem huggað liefur hann forðum, þegar allur heimurinn,