Skírnir - 01.01.1925, Page 153
■Skirnir]
Undir straumhvörf.
139
örímur, Jónas og Manga, hafði snúið við honum bakinu.
Nú stendur líkt á fyrir fullorðna manninum og þá fyrir
barninu:
»Traust mitt á mönnunum var horíið. Og traust
mannanna á mér var horfið. Og gleðin var horfin úr
huganum. Og sál mín skalf í næðingnum. Og dimmir
og daprir skuggar sóttu að henni.
Fóstra mín brosti.
Og hún minti mig á söguna, sem ég hef sagt hér á
undan.
— Ertu raunamæddari nú en þú varst þá? spurði hún.
— Eg veit ekki, sagði eg En eg veit, að nú er eg
•ekki lengur barn. Og eg veit, að þetta, sem nú er um að
tefla, er einn af liryllilegustu veruleikum lifsins, og ekki
bégómi, eins og þá.
— Af hverju veiztu það? sagði fóstra mín.
Eg þagði, til þess að átta mig á svarinu.
En eg svaraði aldrei neinu.
Og fóstra mín mælti enn fremur:
— Ef við komumst einhvern tímann svo langt að sjá
það, að allar okkar ábyggjur og sorgir og móðganir og
reiði, og alt þetta, sem þjáir þig nú, er ekki annað en
barnslegur hégómi, ekki annað en skuggar af hrófatildri
heimskunnar, sem veiða að engu, þegar hrófatildrið hryn-
ur — þá sjáum við líka, að við höfum verið börn —
alveg eins og þú sér nú, að þú varst barn, þegar mar-
jasinn olli öldugangi í sál þinni.
— En ef við komumst aidrei svo langt? sagði eg.
— Þá er það af því að við sloknum út af, og þá er
alt hégómi, sagði fóstra mín«.
En ef alt þetta lif er barnaskapur og hégómi, hvort
®em vér lifum eftir dauðann eða ekki, þá er vitanlega auð-
veldara að fyrirgefa það, sem aflaga virðist fara. Þá
verða öil hin háleitu skylduboð trúarbragðanna öfgar, og
Jakmark lífsins að láta það líða sem þægilegast og horfa
það frá sem hæstum sjónarhól.
Allar siðferðisskoðanir leitast við að verða trúarbrögð,