Skírnir - 01.01.1925, Síða 154
140
Undir straumhvörf
[Skírnir
skipa alheiminum í samræmi við sig. E. H. Kv. hefur
skýrt frá sínum trúarbrögðum í æfintýrinu í Gulli, þar
sem Guð segir að lokum: »En eg er sjálfur í syndinni«.
Þá setningu má að vísu teygja ýmsa vegu, en réttast er
vafalaust að skiija hana svo, að syndin sje tóm missýning,
og í raun og veru engin tii.
E. H. Kv. hefur ekki alls fyrir löngu lýst yfir þvi i
blaðagrein, að hann hafi alla sína æfi verið iærisveinn
Georgs Brandesar. I þessu er furðu mikill sannleikuiv
Þrátt fyrir ensk og amerísk áhrif, þrátt fyrir nýhyggju
og spíritísma og kristindóm, hefur undirstaða lífsskoðunar
hans verið frá Brandesi og fylgismönnum hans. Samkvæmt
þeirri undirstöðu hefur E. H. Kv. valið úr krístindómnum
það sem honum hentar, mannúð og kærleik, en slept hin-
um ströngu kröfum siðferðis og réttlætis. Hinn siðferðislegi
nihilismi, sem þurkar út grein góðs og ílls, er einn megin-
þáttur þeirrar bókmentastefnu (naturalismans), sem Bran-
des gerðist boðberi fyrir á Norðurlöndum.
Áður en eg hverf að því að gera athugasemdir mín-
ar við lífsskoðun þá, sem eg nú hef skýrt lauslega frá,
verð eg að víkja. stuttiega að einu atriði. Eg hef að fram-
an sýnt, hvernig list E. H. Kv. beið halla við lífsskoðun
þá, sem í verkunum réð. En það er ekki laust við, a&
lífsskoðunin beri líka dálítið skarðan hlut frá borði af því
að vera sett fram í söguformi. Sérstök atvik ráða svo
miklu, að lesandinn þorir ekki að draga af þeim almenn-
ar ályktanir. Það er eins og höf. skirrist við að reyna
þolrifin i sinni eigin kenningu. Alt legst á eitt til þess
að knýja fram fyrirgefningu Rannveigar í Sambyli: ein-
stæðingsskapur hennar, ásókn og ágangur Jósafats, lækn-
irinn elskar hana og hún er hrifin af honum, og litli bróð-
ir, dáni drengurinn, sem öll ósáttin er risin út af, til-
kynnir henni, að þetta sé vilji sinn. Og samt er eins og
skáldinu sé alt þetta ekki nóg. Hann bætir því ofan á
að láta lækninn bjarga Rannveigu, syni hennar og vinnu-
konu út úr brennandi húsinu. Svipað má benda á í Sögum
Rannveigar. Rannveig reynir að fá föður sinn til þess a&