Skírnir - 01.01.1925, Side 157
Skírnir] Undir stranmkvörf. 143;
Svo er þetta bæði í lífi einataklinga og þjóðfjelags. Frels-
isþrá æskumanns, sem er að brjótast undan heimilisaga,
kemur fram í því að slæpast með glöðum félögum og fá
sér í staupinu. En svo geta félagarnir og drykkjuskap-
urinn orðið verri þrældómur en hið f.vrra, og þá kemur
frelsisþráin fram í að stjórna sér og verja tíma sinn. Eitt
skeið í sögunni er framsóknin fólgin í meira frelsi og
sjálfræði. En þegar einstaklingar og þjóðir eru að verða
að óskapnaði af tómu aðhaldsleysi, rís ný stefna gegn því,
ef til vill enn eldri stefna í dálítið breyttri mynd. Það
sem var íhald og afturhald i gær, getur orðið framsókn
á morgun. Hver kynslóð verður að skera úr því fyrir
sig, undir hverju merki hennar er mest þörf. Heimur-
inn gengur upp og niður, þokast áfram (ef hann þokast
áfram) fyrir spyrnu og andspyrnu á víxl. Mannkynið er
nú einu sinni ekki vitrara né hófsamara en þetta.
Vér stöndum á einum slikum tfmamótum nú. Siðustu
50 árin hefur heimurinn sifelt stefnt að meira frelsi, skiln-
ingi, mannúð o. s. frv. Þessi stefna hefur gert sitt gagn,
og nú er hún farin að gera tjón. Hún er komin út í
Öfgar. En hún stöðvast ekki, nema risið sje gegn henni.
Gamla kynslóðin heldur áfram í sömu áttina, meðan hún
lifir. Verk E. H. Kv. eru gott dæmi þessa. Prédikun
niannúðar og umburðarlyndis hefur orðið því rikari þáttur
i þeim sem slikar fortölur áttu minna orindi til þjóðar
vorrar.
Hvað sjáum vér, ef vér litumst um í þjóðfélaginu?
Er það harðúð, kúgun, skilningsleysi, hatur? Þvert á
wóti! Alt virðist vera leyft, alt fyrirgefið, gott og ilt
rennur saman i einni mannúðar-þoku. Allar dyr og
gluggar eru opin fyrir áhrifum. Menn hafa eins rnörg
trúarbrögð og lífsskoðanir og fingur á tveim höndum. Nú
er ekki heimtað, að börnin sé fullorðin. Það er reynt
aö gera þau meiri börn en þeim er eðlilegt. Þroski þeirra
er heftur með þvi að bera þau yfir hverja torfæru og
sitt áður en sólarhringur er liðinn frá fœðingunni11. — Hvert verður
Dssta stigið? Eða œtli tími sé kominn að nema staðar og hugsa sig um?'