Skírnir - 01.01.1925, Page 158
144
Undir straumhvörf.
[Skírnir
upp hverja brekku. Síðan er snúið við blaðinu og full-
orðna fólkið gert að börnum, til þess að gera ábyrgð þess
léttari. Hér að framan hefur verið bent á, hvernig farið
er að kippa burt allri siðferðislegri fótfestu: ábyrgðin er
tekin frá einstaklingnum og henni dreift á óendanlega
röð af orsökum og tildrögum, munur góðs og íls er þurk-
aður út, guð er sjálfur í syndinni, alt er hégómi og barna-
leikur og þar af leiðandi fyrirgefanlegt. Þessi lífsskoðun,
sem sett er fram af góðum og vönduðum mönnum, verð-
ur svo skálkaskjól fyrir hina verstu menn. Eg get ekki
annað en minst á orð meistara Jóns:
sÞegar menn sleppa skálkum og illræðismönnum
óhegndum, þá nefna menn það kærleika og miskunsemi.
Hirðuleysi og tómlæti í sínu kalli og embætti heitir speki
og friðsemi. — Svo falsar nú andskotinn guðs steðja
á meðal vor og setur hans mynd og yfirskrift á svikinn
málm«.
Eg las nýlega i erlendu riti um íslendinga, að engin
þjóð i heimi myndi vera bvo grandvör og löghíýðin. Fang-
elsin stæði tóm og hegningardómarnir væru óvenjulega
fáir í hlutfalli við mannfjölda. Þá datt mér í hug samtal,
sem eg átti i fyrra við einn af helztu lögfræðingum vor-
um. Hanu var að segja mér frá meðferð einnar íslenzkr-
ar peningastofnunar, sem nýlega var komin í fjárþröng.
Sögurnar voru svo hroðalegar, að hárin risu á höfði mér.
»En er þetta ekki hegningarvert ?* spurði eg. »Það myndi
vera það alstaðar nema á íslandi* svaraði hann rólega.
Er það ekki svo, að hér sé frarainn grúi lagabrota, sem
eru á almanna vitorði, en enginn hróflar við? Er ekki
spillingin í þjóðfélagi voru orðin alment umtalsefni, án
þess að rönd verði við henni reist? Almenningsálitið er
magnlaust, af því að lifsskoðum almennings stefnir öll að
vorkunnsemi. Yfir alt er breidd blæja, þar sem kærleik-
ur kann að vera uppistaðan, en kæruleysi er áreiðanlega
ívafið.
En nú kemur einkennilegt atriði til sögunnar. E. H.
Kv. og hans kynslóð, sem breytt hafa út þessa lífsskoðun