Skírnir - 01.01.1925, Side 160
146
Undir straumhvörf.
[Skírnir
og ábyrgjast hana með líferni sínu, getur hún orðið meiri
vissa en nokkur ályktun rökvísinnar.
Eg ætla nú að víkja að gömlu konunni í Marjas, sem
gerði sögumanninn orðlausan með því að bera saman
barnssorgir hans og raunir fullorðna mannsins. Því verð-
ur ekki neitað, að ef maður gæti gengið alt sitt lif með
slíkan samanburð í huga, þá yrði braut hans sléttari.
Hann hefði þá eignast alla reynslu sína í æsku. Ef hann
missir konu sina, getur hann spurt: er eg sorgbitnari nú
en þegar eg braut könnuna mína með rauðu rósunum og
fanst eg myndi aldrei geta bragðað mjólk úr annari
könnu? Ef hann reynir að herða sig upp við erfitt og
þreytandi verk með því að hugsa um, hvað glaður hann
muni vera að þvi loknu, spyr hann: manstu hvað þú
fanst til þín daginn, sem þú laukst við húsið fyrir ofan
túngarðinn ? En gæti hann nokkurn tíma elskað konu,
ef hann væri sífelt að minna sig á, að hún væri honum
ekki meira virði nú en rósótta mjólkurkannan var honum
á fimta árinu ? Og hvaðan ætti honum að koma þrek og
þol til þess að vinna verk, sem heimtar alúð og baráttu
margra ára, ef hann hefur jafnan í huga, að það sé sami
hégóminn og húskoíinn sem hann bygði á 9. ári yfir horn
og leggi? Menn þreytast aldrei á að endurtaka orð Newtons,
að honum hafi fundist rannsóknir sínar likar leik smá-
sveina að skeljum, en alt úthaf sannleikans hafi legið ó-
numið fyrir framan fjörusandinn. En skyldi Newton hafa
haft þol við reikninga sína, ef honum hefði sífelt fundist
þeir vera hégómi? Nei, þegar móður starfsins var á hon-
um, hefur honum fundist, að þeir væri öll tilveran og
hann hefur verið í þeim allur og óskiftur. En nóg eru
dæmi hins, að menn hafa spilt lífi sínu og starfi með því
að lyfta sér upp á eitthvert sjónarmið ofar öllum skýjura.
En þó að garðholan, sem hverjum manni er trúað fyrir
að rækta, sé ekki nema lítill partur bæjarins, bærinn lít-
ill partur landsins, landið hnattarins, hnötturinn sólkerfis-
ins o. s. frv., þá er einmitt skylda vor að rækta hana,
a. m. k. meðan kraftar vorir ná ekki lengra.