Skírnir - 01.01.1925, Side 161
Skírnir]
Undir stranmhvörf.
147
Mér finst sögumaðurinn í Marjas hefði getað svarað
fó8tru sinni eitthvað á þeasaleið: »Eg veit ekki, hvort
meira. er. Það getur verið. En eg f i n n það. Sjón-
hringur minn er svo miklu víðari nú en þá, að skýflók-
inn, sem hylur allan himininn fyrir mér nú, hlýtur að
vera stærri en hinn. Þú átt auðvitað við, að til eé ann-
ar enn stærri sjónhringur, svo óendanlega miklu stærri,
að sjónhringar bernsku og æsku verði báðir jafn-dverg-
vaxnir í samanburði við hann. Því neita eg ekki. En
sá sjónhringur er ekki minn, og heldur ekki þinn, svo
að við getum ekki haft hann til samanburðar. Það er
ekki nóg fyrir mig að vita, að eilífðin sé til, til þess að
geta skoðað lífið frá hennar sjónarmiði. Eilifðin er fyrir
mig ekki annað en tilraun til hugsunar, ekki fullhugsuð
hugsun, hvað þá reynd. Ef eg hefði, þegar eg var barn,
heft sorgir mínar með því að hugsa sífelt, að þær væru
ekki nema hégómi í samanburði við sorgir fullorðna fólks-
ins, þá hefði eg ekki verið neitt barn. Eg hefði ekki
eignazt hina dýrmætu reynslu barnsins, sem ef til vill er
alt annað en hégómi frá eilífðarinnar sjónarmiði, og eg
hefði aldrei orðið fullorðinn heldur. Ef eg reyndi nú á
fullorðinsárunum að skrópa frá alvöru lifsins með því að
gera alt að barnaleik, bera það saman við eitthvert æðra
stig, sem eg i raun réttri hef enga hugmynd um, þá væri
eg enginn maður. Eg myndi við það missa þess, sem mór
finst nú vera veruleiki, og þeirra þroskakosta, sem hann
veitir mér. Með því að reyna að hlaupa yfir það þroskastig,
sem mér nú er ætlað, gerði eg það, sem í mínu valdi
stæði, til þesa að komast aldrei á annað hærra, fá aldrei
þennan víðara sjónhring, sem eg lék mér að í hugsun-
inni. Að svíkjast frá alvöru þessa lífs, getur ekki verið
góður undirbúningur undir annað. Var ekki einhvern
tíma Bagt: vertu trúr yfir litlu, þá mun eg setja þig yfir
tneira?«
Það eru að vísu góð boð að losa oss við alla ábyrgð
á verkum vorum. Það er einstaklega skemtilegt að líta
á alla tilveruna, þar á meðal vort eigið líf og breytni,
10*