Skírnir - 01.01.1925, Side 162
148
Undir stranmhvörf.
[Skirnir
sem leik á sviði, þar sem enginn ræður gerðum sínum
og enginn ástæða er til þess að skerast í leikinn, því að
þetta eru alt börn, sem eru »að látasU. — En samt held
eg að mannkynið neyðist, þegar til lengdar lætur, til þes&
að hafna þessum gýligjöfum hinnar »víðsýnu hugsunar*.
Þvi að það, sem vér græðum í lífsþægindum, missum vér
í þreki og virðingu fyrir sjálfum oss. Jafnvel þó að sál-
arfræðin efist um frivilja og alheimstilveran kunni ekki
að heimta neina ábyrgð (sem enginn veit neitt um), verð-
um vér að heimta hana í vorn hlut, úr því að vér höf-
um komist svo langt að hugsa þá hugsun
En af þessu leiðir auðvitað, að fyrirgefningu vorri
verða takmörk sett. Vér getum ekki haft tvenns konar
lögmál: fyrirgefið öðrum það, sem vér myndum ekki fyr-
irgefa sjálfum oss. Einmitt af þvi að vér finnum, að vér
stöndum höllum fæti, megum vér ekki sl.ika á kröfunum.
Og auk þess: hvað nær fyrirgefningin langt? Getur fyrir-
gefning þess, sem fyrir niðingsverkinu varð, afmáð áhiif
þess á þann, sem framdi það? Getur guð sjálfur fyrir-
gefið í þeim skilningi? Verður ekki hver að þurka út
afleiðingar sinna eigin verka með iðrun og þrautum?
Er nokkurt ástand hörmulegra en þess manns, sem skilur
ekki illgerðir sínar? Fyrirgefning gerir þar ilt verra.
Mér finst eg skilja vel manninn, sem bað: guð, hegndu mér
fyrir syndir mínar.
Það er að vísu satt, að hatur getur orðið átumein
í huga manns. Það getur verið viturlegt að útrýma
þvi eða bægja á braut. En eg veit ekki, hvort það er
annað en hagsýn sjálfsumhyggja. Aðrir njóta oft einskis
góðs af því. Aftur á móti getur hinn sanni kærleikur
verið bæði beiskur og harður.
0g þegar fyrirgefningin er orðin almenn krafa, getur
hún líka orðið illkynjað mein. Hver sem þekkir dálítið
hina andlegu sjúkdómssögu samtíma vors, mun hafa rek-
ist á slik dæmi. Sá, sem fyrir ranglæti hefur orðið og
fyrirgefningar-kvöðin hvílir á, setur sig þangað til í
þorpaians spor, afsakar hann og gyllir hvatir hans, að