Skírnir - 01.01.1925, Blaðsíða 164
Eðlisfar Islendinga
Eg held að eg hafi fyrátur manna haldið því framr
að kynstofn íslendinga muni fremur hafa batnað en versn-
að þau þúsund ár, er þeir hafa búið i landinu. (Skírnir
1916, bls. 349). í riti mínu »Land og þjóð (Rvík. 1921)
hefi eg í þættinum um »landskjör« aftur vikið nokkuð að
þessu máli, og af því að þetta rit mun enn lítt kunnugt
almenningi, leyfi eg mér að tilfæra hér sumt af því, er
eg segi þar um þetta efni:
»Þegar land er nýfundið fjarri öðrum löndum, þá
veljast þangað í fyrstu einkum þeir, sem einhver fram-
girni, atorka og áræði er i, því að landnámslíf er aldrei
neitt makindalíf«.------------»Sé nú litið til Islands, þá
voru aðalmennirnir, er hingað fluttu í öndverðu, úrvals-
menn, ekki að eins af þeim almennu ástæðum, er áður
voru greindar um landnámsmenn, heldur og af sérstökum
sögulegum ástæðum. Hinn upprunalegi kynstofn hefir
naumast svo teljandi sé blandast útlendu blóði, svo að
þær breytingar, sem á meðfæddu eðli þjóðarinnar hafa
orðið síðan á landnámsöld, ættu þá að stafa af því, hvern*
ig ættir hafa blandast innan lands og hverjar þeirra hafa
orðið sigursælastar. Einhvern tíma kemur Hklega að því,.
að ættfræðingarnir kanni liðið og sýni, hvað lifseigast
hefir verið. Hér skal ekki neinu spáð um það, en aðeins
litið á hitt, hvort likur séu til að landið hafi kosið feigð
á nokkurn sérstakan flokk manna öðrum fremur. Helztu
vopn landsins á þjóðina mundu vera sóttir, hættur á landi
og sjó, af veðrum, vötnum, eldgosum, jökulhlaupum, jarð-
skjálftum o. s. frv., og svo hallæri. Um sóttir er það að>