Skírnir - 01.01.1925, Qupperneq 165
Skírnir]
Eðlisfar íslendinga.
151
segja, að eDgin þeirra er hér heitnalin og lofislag ekki
óheilnæmt. Þær sóttir, sem hér hafa gengið, yerða þvi
ekki kendar landinu, en þó svo væri, þá telja heilsufræð-
ingar mjög efasamt, hvort drepsóttir séu til mannkyn-
bóta eða ekki. Þær virðast oft eins og feigðarkúlan,
sem »beinist jafnt að hraustum og að rögum«. Þeir, sem
lifa af i einhverri sótt, sýna að vísu þar með að þeir eru
gæddir betri vörnum gegn henni en þeir, sem deyja úr
henci, en hvort þeir hafa aðra kosti að saipa skapi, er
alt annað mál. Um ýmsar hættur af náttúrunnar völd-
um er oft líkt á komið og um sóttirnar. Ofviðri á sjó og
landi geta verið slik, að hinn hraustasti sé þar jafn feig-
ur fyrir sem hinn vesalasti. Þó mun mega gera ráð fjr-
ir því, að yfirleitt reiði þeim bezt af, sem bezt eru að sér
gjörvir, að af þeim, er lenda í stórhríðum, ríða vötn, sækja
sjó o. s. frv., komist þeir að öðru jöfnu helzt af, sem at-
hugulastir eru og atorkumestir, og þegar þess er gætt,
hve tiltölulega margir Islendingar hafa látist af slysförum,
þá er ekki óhugsandi, að það hafi haft einhver áhrif á
kynstofninn. Langmestu munu þó hallærin hafa valdið í
þessum efnum, því að þau hafa verið stórtæk, eins og
t. d. rit Hannesar biskups Finnssonar og Þorv. Thoroddsen
sýna*.
Þá tilfæri eg orð Hannesar biskups og sira Jóns
Steingrímssonar um það, hverjir mest dóu i hallærum,
og segi að lokum: »Eftir þessu hefir í hallærum mest
fallið af þeim, sem ekki höfðu »atorku, hirðusemi og
sómatilfinningu,* og þótt fátækt geti komið af fleiru en
skorti á þessum eiginleikum, þá mun hann oftar en hitt
vera orsökin. Varla mun heldur efi á þvi, að þeir, sem
lifa af mikið hungur og mannraunir, ern hraustbygðari en
hinir, sem úr því falla. Hallærin hafa þannig hrundið
tyrir ætternisstapa tiltölulega mörgum af þeim -flokki
manna, er lítill dugur var i, og að sama skapi hefir hlut-
ur þeirra i ættgengu eðli þjóðarinnar orðið minni. Mun
því meiga segja um islenzku þjóðina líkt og skáldið kvað