Skírnir - 01.01.1925, Blaðsíða 166
152
Eðlisfar íslendinga.
[Skírnir
um túngrösin, að hún sé «kynbætt af þúsund þrautum«.
(Land og þjóð, bls. 143—145).
Eg minni á þetta fyrir þá sök, að sama efni hefir
verið tekið til meðferðar í merkilegri bók, sem nýkomin
er út og heitir: The characler of races as influenced by
pbysical environment, natural selection and historical
development (Eðlisfar kynkvísla og áhrif þau, er náttúru-
umhverfi, náttúruval og söguleg þróun hefir á það). New
York-London 1924. Höfundurinn er Elsworth Huntington,
prófessor við Yale-háskólann í Bandarikjunum, og hefir
hann áður meðal annars ritað bók þá um »Menning og
loftslag«, er eg hefi skýrt nokkuð frá í »Land og þjóð«.
Er þessi nýja bók rituð af frábæru víðsýni og lærdómi,
og reynir höf. meðal annars að rekja þróun mannkyns-
ins og aðalkvísla þess í sambandi við þróun jarðarinnar
siðan maðurinn hófst þar á legg. Bókin er um 400 bls.
i stóru 8 blaða broti og eru þar af fullar 40 bls. um ís-
lendinga. Skal hér reynt að skýra í stuttu máli frá hinu
helzta, er hann segir um þá.
Hann bendir fyrst á það, að norræni kynstofninn var
úrvals fólk, og telur til þess þær ástæður, að Norðurlönd
losnuðu tiltölulega seint undan fargi isaldarinnar, voru
fjarri þeim stöðum, er nýir innflytjendur gætu komið frá,
en á löngum þjóðflutningum lifir að eins það fóllc af, er
mestur dugur er í Og þarna voru eigi neinir frumbyggj-
ar á lágu stigi fyrir, er blandast gætu við úrvalsfólkið,
sem kom að, og spilc þar með kyninu. Á víkingaöldinni
var það úrval úrvalsþjóðanna, er fór í víking. En um
orsakirnar til hinnar skyndilegu útrásar og útflutnings
norrænu þjóðanna á þeirri öld virðist Huntington þrent
geta komið til greina. Fyrst meðfætt éðli þessara þjóða,
forvitni þeirra, hugprýði, framtak, líkamsþróttur og sjálf-
stæði, en ekki virðist nein ástæða til að ætla, að þeir
eiginleikar hafi verið á hærra stigi á 9. öld heldur en
t. d. á 7. öld. Þá gæti og verið, að fólkið hefði verið
orðið of margt, svo að þurft hafi að rýma til, en varla