Skírnir - 01.01.1925, Page 168
154
Eðlisfar íslendinga.
og 9jálfir höfðu þeir haldið stöðu sinni að miklu leyti sak-
ir meðfæddra yfirburða. í þriðja lagi er það, að úr flokki
þessara úrvalsmanna óvenjulega vel gefins kyns völdust
fyrst og fremst þeir, er unnu frelsinu meir en konungs-
hylli, og i öðrulagi þeir, er fýsti að freista gæfunnar í
nýju og erfiðu landi heldur en lifa á hernaði og ránum.
Það voru því hinir beztu hinna beztu, er bygðu Island,
og þeir sköpuðu þar, svo sem Bryce kemst að orði,
»þjóðfjelag, sem er nálega einsdæmi og blómgaðist að
menningu og skapandi afli, án þess að efnalegar aðstæður
væru að neinu leyti hagkvæmar, og raunar í þrá við
örðugustu kjör«.
Margir þeirra, er til Islands fluttu, höfðu um langt
'skeið dvalið í öðrum löndum, svo að þótt landnámsmenn-
irnir væru óvenjulega samvaldir að ætterni, atgjörvi og
stöðu í þjóðfjelaginu, þá var þó hugmyndafar þeirra fjöl
breytt. Aldrei hefir svo samvalinn fiokkur manna haldist
til lengdar nema á íslandi, þar sem enginn teljandi inn-
flutningur manna hefir verið síðan á landuámstíð.
Þá ber Huntington ísland saman við Noreg og virð-
ist það í flestum efnum lakara land. Hann bendir á það
tjón, er eldgos, jökulhlaup og landskjálftar hafi valdið,
en hyggur þó, að það hafi ekki verið alvarleg hamla á
framförum. Hungur og hallæri, er slíkum viðburðum hafi
fylgt, muni að vísu sizt hafa að velli lagt þá, sem for-
sjálastir voru, iðnastir og gáfaðastir, en þar sem slikt
ástand vari sjaldau lengi og beri ekki oft að höndurn,
muni það að likindum hafa lítil áhrif á eðlisfar kynstofn-
sins. Hygg eg að höf. geri of lítið úr því atriði. Hins
vegar heldur hann, að þessir óko3tir landsins hafi haft
óbein áhrif,þeir hafi fælt aðrar þjóðir frá að flytja til ís-
lands og þannig stutt að því að hið íslenzka blóð bland-
aðist ekki, og í annan s;að hafi þeir valdið útflutningi,
sérstaklega til Amerríku.
Fjarlægð landsins írá öðrum löndum og hið torsótta
haf hafi í upphafi haldið þaðan þeim, sem hugdeigir voru,.
en síðan verið hamla jafnt á innfiutningi fólks sem útflutn-