Skírnir - 01.01.1925, Síða 169
Skírnir]
Eðlisfar íslendinga.
155-
ingi og þar með átt sinn þátt í því að halda kynstofnin-
um hreinum. í sömu átt hafi það verkað, að ísland átti
hvorki málma né kol til að nema. Ef það ætti að taka
á móti tíu eða tuttugu þúsund kolanemum eins og þeir
t. d. gerast nú á Svalbarða, mundi það nægja til að breyta
ættstofninum jafnskjótt til hins verra.
Mesta ókost íslands í samanburði við suður- Noreg,.
sem flestir landnámsmennirnir komu frá, telur Huntington
hinn lága sumarhita. Segir hann, að við svo lágt hita-
stig að sumrinu hafi engin önnur þjóð en Islendingar náð
háu menningarstigi, nema Inkarnir í Perú.
»ísland er undraland Þrátt fyrir eðlisgalla sína hefir
það um 1000 ár staðið í fylkingarbroddi menningarinnar.
Er það sanni næst, að það hafi, að tiltölu við fólkafjölda,
lagt stærri skerf til framfara mannkynsins en nokkurt
annað svæði, að undanteknu Grikklandi hinu forna og
Gyðingalandi*.
Huntington reynir svo að færa sönnur á þessi orð
sín. Hann fer fyrst á bókasafn Yale.-háskólans og gætir
að, hve margar bækur séu þar, er ísland snerta, því að
honum virðist það nokkur mælikvarði á áhrif lands, hve
mikið er um það ritað. Hann finnur í bókaskránui 326
rit um íslenzk efni, þó að háskólinn leggi enga sérstaka
rækt við þau fræði. Að tiltölu við fóiksfjölda er þetta
tifalt það, sem bókasafnið hefir um írland, og fertugfalt
það, sem það hefir um Mexíkó, sem þó er svo nátengt.
Bandaríkjunum í ótal efnum.
Næst athugar hann, hve margir merkir Islending-
ar frá þrem síðustu öldunum hafi verið teknir í hiua
frægu alfræðibók >Encyclopædia Britannica« og verður
þess var, að ísland á þar að tiltölu við fólksfjölda fleiri
fulltrúa frá þessu tímabili en nokkurt annað land, nema
England og Skotland (t. d. þrefalt á við írland, Frakkland
og Sviss, 23-falt á við Austurríki) og er þó slept mörgum,
sem getið er í sambandi við gullöld íslendinga, er sögurn-
ar voru skráðar.
Þriðji mælikvarðinn er dómur viturra manna. Þar