Skírnir - 01.01.1925, Side 170
156
Eðlisfar íslendinga.
[Skirnir
tilgreinir hfif. orð Hryce lávarðar, er ritað hefur manna
bezt og lofsamlegast um Islendinga.
Þá bendir Huntington á það, hve snemma hér var
farið að prenta bækur og hve tiltölulega mikið var prent-
að, þrátt fyrir það, hve afskekt landið var og kjörin bág.
Ilann minnir á framfarirnar, sem hér hafa orðið á síð-
ustu öld í ýmsum atriðum menningarinnar, að ísland haíi
átt merka fræðimenn og aðrir, sem af íslensku bergi voru
brotnir, svo sem Thorvaldsen og Vilhjáimur Stefánsson,
getið sér frægð; að dánartalan haíi lækkað stórum, að ís-
lendingar hafi komið á skynsamlegum lögum um ellistyrk,
að landið eigi alls konar skóla, þar með háskóla, er Frakk-
ar, Þjóðverjar og Danir hafl átt sendikennara við; að
hér séu ýmisleg fræðifélög, er gefi út merkar bækur; að
alþýðumentun sé góð og að börnin læri að lesa og skrifa
á heimilunum; að lestrarfýsn alþýðu sé mikil; að kyn-
ejúkdómar hafi eldrei náð að útbreiðast hér að ráði.
o s. frv..
Merkilegast af öllu virðist höf. það, að þessi andlega
menning hefir dafnað þrátt fyrir það, að þjóðin hefur lif-
að fábreyttu lífi við fátækt, í verstu hreysum. Er lýsing
Jians á ástandinu í þeim efnum nokkuð úrelt, sem mun
koma af skorti á heimildum um síðustu tíma.
Sem dæmi þess, hvernig umhverfið hafi haft áhrif á
kynstofninn, nefnir Huntington það, hve geysihá dánar-
tala ungra karlmanna á íslandi er í hlutfalli við dánar-
tölu kvenna á sama aldri, er kemur af slysförum á sjó
og landi. í engu landi, sem skýrslur séu um, sé því-
líkt mannfall í liði karlmanna á ungaaldri, sem á íslandi.
(Má hér minna á hið merka erindi Guðm. Björnssonar
landlæknis: »Mannskaðar á Islandi«, í Lögrjettu 1912)
Huntington segir:
»Eigi þarf að færa neinar sönnur fyrir því, að yfir-
leitt séu þeir líklegastir til að farast, sem eru skeytingar-
lausir, gapar, glópar, ósamhentir félögum sínum á skipi,
eða ráðalausir þegar kemur í klípu«.
»Tala þeirra, er farast hvert árið, er ekki há, en