Skírnir - 01.01.1925, Síða 171
Skírnir]
EölÍ8far íslendinga.
157'
Jiug8ura ura, hvernig fer þegar slíkt úrval heldur áfrara
um þúsund ár. Hvert ár tekur burt af fólkinu dálitinn
hóp, er hefir þau einkenni, er nú voru greind. Munum,
að þeir, sem þannig tínast úr, eru einkum ungir menn,
sem margir hverjir hafa ekki eignast afkvæmi. Þannig
dregur stöðugt til þess, að feður næstu kynslóðar verði
þeir, er komast lífs af vegna þess að þeir eru gætnir,
natnir, rólegir, og þó um leið snarir, árvakrir og sterkir,
samvinnuþýðir, ráðagóðir, athugulir um veður og sjó,
fljótir að draga réttar ályktanir, þótt þeir horfist í augu
við hættur og hel. Lesið aðra eins bók og The Friendly
Arctic (Hin vinalegu heimskautslönd) eftir Vilhjálm Stef-
ánsson. Þar sést greinileg mynd af þessum eiginleikum
og hverju þeir orka. Af öllum ferðabókum samanlögðum
eru fáar, er sýni rueiri gáfu til vandlegrar, nákvæmrar
athugunar, meiri gætni samfara dirfsku, meiri hæfileika
til réttra ályktana af fyrirbrigðum náttúrunnar. Islend-
ingar hafa ekki allir þessa hæfileika á jafnháu stigi og
Vilhjálmur Stefánsson, en yfirleitt eru þetta eiginleikar,
sem mikið ber á í fari Islendinga. Eflaust hefur eitthvað
af þessu eðlisfari verið orðið kynfast með Norðmönnum
áður en þeir tóku að flytjast til íslands, en líklegt virð-
ist, að þessir eiginleikar hafi stöðugt orðið fastari og fast-
ari i eðlinu við náttúruval það, er stafaði af fiskimanna-
lífi bvo langt norður í höfum. Fjármannalífið hefir einnig
haft svipaðar verkanir«.
Þá þykir og Huntington líklegt, að loftslagið hafi bæði
bein og óbein áhrif á eðlisfar Islendinga. Að dánartal-
an er lág, telur hann muni meðfram vera heilnæmu lofts-
lagi að þakka. Þar sem þrifnaði íslendinga hefir verið
talið áfátt, hyggur hann það stafi af hinu kalda og raka
lofti, þvi að hvarvetna um heim, þar sem loftslagi sé
þannig háttað og menn lifi af kvikfjárrækt, sé þessu líkt
farið, að því er sér sé kunnugt. Minnir hann á það, er
Islendingar vildu ekki skírast nema í heitu vatni forðum,
er kristnin var lögtekin, og telur sjávarkuldann aðalor-
sök þess, að fáir læri sund. Hann bendir á, að loftslag