Skírnir - 01.01.1925, Síða 176
162 Um nokkrar visur Egils Skallagrímssonar. [Skírnir
(»því ekki veldr«), setn eg tek eftir útgáfum F. J. af
Egilssögu, Khöfu 1886—1888 og Halle 1894.
»Ljóðpundari« held eg, eins og Guðbrandur Vigfús-
son og Björn M. OJsen, að sé tungan, en »loftvægi« =
lyfting, athöfnin að vega á loft. Má til samanburðar minna
á orðin »loftkast«, »loftmjöðm« o. s. frv.; »vægi« táknar
verknaðinn að vega eins og »særi« verknaðinn að sverja;
»loftvægi ljóðpundara* merkir því sama og »tungu að
hræra*. Og það er eftirtektarvert, að Egill endurtekur
í tveim fyrstu vísunum sömu hugsunina fimm sinnum með
breyttum orðum. Slík þráhugsun er eitt af aðaleinkennum
þungrar sorgar. Honum er tregt tungu að hræra, að vega
hana á loft og mæla fram hljóðið; það er ekki vænlegt
um skáldskapinn, ekki auðvelt að draga hann fram úr
-djúpi hugans; hinn þungi harmur veldur því, að honum
er svo erfitt að yrkja. En af hugsuninni um skáldskap-
inn bregður nú sem snöggvast björtu leiftri aðdáunar inn
í sorgarmyrkrið — þeirrar aðdáunar, er í kvæðislokin
sættir Egil við guð og örlögin: Skáldamjöðurinn, skáld-
skapurinn er fagnafundur Ása, endur fyrir löngu sóttur
til Jötunheima. Hann lifnaði lastalaus, þ. e. tendraðist
lýtalauB »á nökkvers nökkva bragi«. Eg held nú að hér
eigí að lesa »á Nökurs nökkva bragi«, en »Nökurs« sé
eignarfall af »Nökurr«, dvergsheiti. Það kemur að vísu
ekki annarstaðar fyrir, en er ekki ósvipað sumum öðrum
dvergsheitum, svo sem Bívurr, Blávurr, Bumburr. »Nök-
urs* er svo líkt »nökkursc, að afritarinn gat hæglega vilst
á því og sett »nökkvers« í staðinn, alveg eins og annað
handrit hefir ekki »nökkversc heldur »naquarsc. En hvað
merkir þá »Nökurr«? Það gæti verið sama og Hnökurr =
Hnaukurr, sbr. hnauk. Á nýnorsku er til orðið »naukr«,
er Torp (Nynorsk etymologisk ordbok) þýðir: »en klynker,
stymper« og telur helzt komið af sömu rót og hnauk, eins
og annað nýnorskt orð með sömu mynd, er merkir »an-
strængelse«. Og sögnin er í báðum tilfellum »naukra« =
sanstrænge, klynke, jamre sig«. Áð sama orðið gat feng-
ið þessar tvær merkingar, að strita og að kveina, er eðli-