Skírnir - 01.01.1925, Page 178
164 Um nokkrar vísnr Egils Skallagrímssonar. [Skirnir
auða iðgnótt
at alnum sifjar;
sem vinreið
af vegum öllum
á vindkers
víðum botni.
Hér er 5. línan, »sem vinreið«, tekin eftir afritinu íi
A. M. 146. fol. eins og löngum hefir verið gert í útgáfun-
um. I frumritinu í A. M. 132 fol. hefir mönnum
helzt virzt standa »se . . semd«. Mætti ef til vill
fara bil beggja og lesa: »sér vinreið«. Skýri eg þá vís-
una þannig: »En at höfuðbaðmi Hróalds (at Arinbjarnar,
hjá Arinbirni; skáldinu er svo rík í huga hugsunin um
ættarmeiðinn, að hún ræður fallinu, sbr. »at aski Ygg-
drasils) sifjar (streymir, sbr. d sive, nýnorsku: sevja) auðs
iðgnótt at alnum (at höndum); sér vinreið (getur að líta
vinreið) á vegum öllum á vindkers víðum botni (um víða
veröld).« Með öðrum orðum: hvert sem litið er, þá eru,
vinir Arinbjarnar þar á ferðinni.
19. v. Hann dragseil
of eiga gat
sem hildingr
heyrnar spanna,
goðum ávarðr
með gumna fjöld,
vinrr véþorms,
veklinga tös.
Ljóðstafasetningin i upphafinu er röng, en yrði rétt
ef lesið væri: »Enn dragseil«, sem er tilgáta Sigurðar
Nordals. Eg hefi tekið »dragseil« (eins og stendur í A.
M. 146 fol.) fremur en »drógseil«, sem þó mundi að lík-
indura merkja hið sama, sem sé dragreip. »Heyrnar
spönn« = »hljóð greip« = eyra. »Véþormr« hafa menn
haldið að væri hér eiginnafn, en það er á móti anda alls
kvæðisins að hugsa sér að Egill hrósi Arinbirni fyrir það
að hann sé vinur einhvers tiltekins manns. Sæmdin var
þeirra, er hlutu vináttu Arinbjarnar. »Véþormr« er hér