Skírnir - 01.01.1925, Síða 181
Skirnir]
Adam og Eva rekin úr Paradis.
167
jörðunni, að stórfeldari byltingu segir sagan ekki frá. Hin
nýja skoðun var reist á kenningunni um þróun lífsins frá
fyrsta lífsfryminu til æðstu veru jarðarinuar. Og í ljósi
þeirrar skoðunar var sú hugmynd meira en lítið barna-
leg, að eitt sinn hefði verið hér á jörðunni alfullkomin
mannvera, sem síðan hefði fallið niður í veikleika og van-
þroska, alt niður á stig versta óbótamannsins og van-
þroskaðasta villumansins. Og sá skilningur á syndafalls-
sögunni, að hún kendi slikt, gerði það að verkum, að
allur fjöldi þeirra manna, sem aðhyltust hina nýju heims-
skoðun, litu svo á, að sagan væri ekki bygð á neinu öðru
en fáfræði og hinum fáránlegustu hugmyndum og væri
ekki einu sinni umhugsunar verð.
Eg hefi mikið hugsað um þessa sögu og mér hefir
þótt hún því merkilegri, sem eg hefi meira um hana
hugsað. Mér hefir þótt hún svo merkileg, að eg tel hana
þess fullkomlega verða, að hún sé kynt almenningi í
ljósi hinnar nýju heimsskoðunar. Vil eg afsaka það, að eg
er ekki víðlesinn fræðimaður né þaulkunnugur trúarbragða-
sögu þeirra fornþjóða, sem saga þessi á uppruna sinn að
rekja til. Eg byggi skoðun mína á litlu öðru en þvíf
sem sagan sjálf leggur mér upp í hendur.
Fyrst spyr eg: Hvað er það, sem syndafallssagan
segir okkur?
Allir munu verða mér sammála um, að þetta segir
hún: Maðurinn og konan breyta á móti vilja Jahveguðs,
og sæta fyrir það þeirri hegningu, að þau eru gerð ræk úr
Paradís. í Paradls höfðu þau lifað áhyggjulausu lífi og
höfðu sér til matar ávöxtu trjánna. En við burtrekstur-
inn úr Paradís eru þau seld undir þá nauðsyn að neyta
síns brauðs í sveita sins andlitis. Það er refsingin fyrir
brot þeirra gegn vilja guðs.
En í hverju liggur brot þeirra? Að hvaða leyti er
verknaður þeirra ósiðferðislegur og þess eðlis, að hann
verðskuldi hegningu?
Forðum daga var skýringin einkum sú, að brot þeirra