Skírnir - 01.01.1925, Page 182
168
Adam og Eva rekin úr Paradís.
[Skírnir
hefði verið óhlýðnin. Jahve bannar þeim. Og þau taka
það bann ekki til greina. Það er þeirra brot.
En það er óaðgengileg skýring, að guð banni aðeins
til þess að banna, án alls tillita til þess, hvort verknaður
sá, er hann bannar, er í eðli sínu ósiðferðislegur, — hvort
hann er brot á reglum þeim, er guð vill láta ráða í sín-
um rikjum. Og þá skýringu er ekki hægt að taka gilda,
nema í þeirri neyð, að enga aðra væri að finna.
Eg fer ofurlitla krókaleið að þessu atriði og athuga
fyrst, hvað þvi olli, að Adam og Eva átu ávexti af liinu
forboðna tré.
Upptökin eru hjá höggorminum. Hann fer til kon-
unnar og telur henni trú um það, að ef þau eti af trénu,
þá muni þau verða eins og guð, — þá ljúkist upp augu
þeirra og þau viti skyn góðs og ills. Fyrir þetta verður
tréð svo girnilegt í augum Evu, að hún stenzt ekki freist-
inguna, heldur tekur af ávexti þess og etur og gefur
manni sínum líka og hann etur. Það var þráin éftir því
að verða eins og guð, sem var þess valdandi, að Eva
virti bann Jahve að vettugi og seldi sig undir reiði hans.
Þegar eg fer í þessa sögu með börnum undir ferm-
ingu, þá legg eg fyrir þau þessa spurningu, þegar hingað
er komið sögunni: »Var nú höggormurinn að ljúga?eða
sagði hann satt?« Þessi spurning kemur þeim mjög á
óvart. Það má heita svo, að hvert ungbarn drekki það
í sig með móðurmjólkinni, að það sé svo sjálfsagður hlut-
ur sem nokkur hlutur getur verið sjálfsagður, að högg-
ormurinn hafi logið.
En í niðurlagi syndafallssögunnar staðfestir Jahve
sjálfur ummæli höggormsins. Þeim ummælum Jahve er
alveg slept í öllum þeim barnalærdómsbókum, sem eg
hefi séð. Og sú trú manna, að höggormurinn hafi sagt
ósatt þegar hann sagði Evu, að þau yrðu eins og guð, ef
þau ætu af skilningstré góðs og ills, hún sýnir ekkert
annað en það, að það eru fleiri en myrkraböfðinginn, sem
farið hafa á hundavaði yfir biblíuna.