Skírnir - 01.01.1925, Page 183
Skirnir]
Adam og Eva iekin úr Paradís.
169
í niðurlagi syndafallssögunnar stendur svo: »0g Jahve
guð sagði: »Sjá maðurinn er orðinn sem einn af oss, þar
sem hann veit skyn góðs og ills«. Guðirnir eru fleiri en
einn eftir þessum orðum að dæma: »einn af oss«. En
æðstur þeirra er Jahve og hann er að tilkynna hinum,
hvað skeð hefir: Maðurinn er orðinn sem einn af guðun-
um. Hann hefir etið af hinu forboðna tré og veit orðið
8kyn góðs og ills.
Og þar höfum við fundið ástæðuna fyrir því, að Adam
og Evu er bannað að eta af trénu. Jahve ætlast alls
ekki til þess, að þau verði eins og guðirnir. En þau
girnast að verða eins og guð og þau hefjast handa og
gera ákveðna tilraun til að afla sjer guðseðlisins og sú til-
raun hepnast. Það er hið ósiðferðislega við þeirra verkn-
að. Fyrir það þarf Jahve að refsa.
Það hljómar einkennilega i eyrum ykkar margra, að
fyrir það hafi guð þurft að refsa, að mennirnir þráðu og
gerðu tilraun til að líkjast honum. Það hefir verið borið
fram sem guðleg sannindi í gegnum aldaraðir, að alstað-
ar í biblíunni komi fram sama guðshugmyndin. Og því
hefir réttibga verið haldið fram, að höfuðkrafan, sem
Kristur gerir til mannanna, sje fólgin í þessum orðum
fjallræðunnar: »Verið fullkomnir, eins og faðir yðar í
himnunum er fullkominn.« ÆðBta skylda mannsins sé sú,
að ná fullkomnun þeirra eiginleika, sem hann eignar æðstu
veru alheimsins. Og þótt það sje ekki lengur orðin al-
menn trú, að hvar sem maður fiettir upp í biblíunni, þá
kynnist maður altaf sömu guðshugmyndinni, þá eru það
sjálfsagt ekki rnargir, sem gera sér fullkomna grein fyrir
því, hvilíkt regindjúp er staðfest milli guðshugmyndarinn-
ar, eins og hún kemur fegurst fram í nýja testamentinu
og þar sem gamla testamentið sýnir hana aftur á lægsta stigi.
Jahve syndafallssögunnar virðist vera voldugur ein-
valdsherra, sem stjórnar með ströngum boðum, og hirðir
ekkert um hamingju þegna sinna nema rétt þegar honum
gott þykir Hann er æðihátt yfir manninn settur og hefir
iýmislegt til brunns að bera, sem þeir hafa ekki. En hann