Skírnir - 01.01.1925, Page 184
170 Adam og Eva rekin úr Paradis. [Skírnir
er i stórum mæli háður sömu vöntunum og þeir og langt
frá því að vera fullkominn siðferðislega.
Ofar öllu öðru virðist Jahve setja það að fá að drotna
og tryggja sér það, að þegnarnir vaxi honum ekki yfir
höfuð. Hann er ekki svo hátt ofar mönnunum, að hann
hafi ekki beyg af þeim. Hjá honum virðist ráða samt
andi og sá, er ræður með stjórnendum sumra þjóða,
þar sem einveldi og harðstjórn hafa lengi ríkt. Þeim er
það mikilvægt atriði, að þegnarnir séu sem fáfróðastir um
flesta hluti, svo að þeir sjái síður veilurnar í stjórnarrekstr-
inum og auðveldara sé að halda þeim í skefjum. Af þeirri
ástæðu vill Jahve aftra því, að maðurinn viti skyn góðs
og ills. Og þessi ótti hans við þroska mannsins kemur
þó enn skýrar í Ijós í orðum, sem hann mælir um leið
og þau, er jeg vitnaði í áðan. Hvortveggja þau ummæli
eru almenningi mjög ókunn, því að þau eru feld úr öllum
barnalærdómsbókum. Enda stríða þau greinilegast allra
atriða syndafallssögunnar móti þeim skilningi á henni,
sem varðveittur hefir verið um aldir og bregða skýr-
ustu ljósi yfir guðshugmynd þá, sem bak við þessa
sögu stendur. Eg vitnaði áðan íþessiorð: »Og Jahve guð
sagði: »Sjá, maðurinn er orðinn sem einn af oss, þar sem
hann veit skyn góðs og ills«. En svo bætir hann við:.
»Aðeins að hann rétti nú ekki út hönd sína og taki einnig
af lifsins tré og eti og lifi eiliflegaf. Gert er gert, mað-
urinn og konan höfðu náð i ávexti af skilningstrénu. En
nú óttast Jahve, að maðurinn hefji sig enn þá hærra og.
lifi um aldur og æfi. Og þá þykir honum maðurinn vera.
kominn allægilega nærri sér — guðdóminum sjálfum.
I syndafallssögunni er hið forboðna tré nefnt skiln-
ingstré góðs og ills. Jahve guð nefnir tréð því nafni,.
þegar hann setur Adam í aldingarðinn og sýnir honum
þetta tré, er hann segir, að hann megi ekki eta ávöxtu
af. Nafnið eitt bendir þegar á það, að ekki sé gert ráð
fyrir því, að ávextir af þessu tré valdi gerspillingu hjá.
heilagri veru, sem þeirra neytir. Og samkvæmt umraæl-