Skírnir - 01.01.1925, Side 185
Skirnír]
Adam og Eva rekin nr Paradis.
1711
um Jahve, sem eg hefi bent á, þá er það mjög augljóst,
að sagan gefur það til kynna, að við það að eta af trénu
hafi sú breyting orðið á manninum, að hann færðist nær
guðdóminum, þótt hann með því bakaði sér reiði hans.
Hann stígur þetta mikla spor, að hann fer að gera mun
á illu og góðu. Með öðrum orðum: Hann verður sið-
gæðisvera.
Samkvæmt heimsskoðun nútímans geymir liðni tím-
inn i skauti sínu þetta spor í þróunarsögu lífsins hér á
jörð. Maðurinn er siðasti liðurinn í framhaldandi þróun-
arkeðju. Lífið á jörðunni þróast frá fyrsta lífsfryminu
til hinna fullkomnustu jurta og dýra. Á hvern hátt sú
þróun hefir orðið, er allmikið deilt um. En það skiftir
engu máli í þessu sambandi. Það sem máli skiftir er
þetta: Sú breyting verður á æðsta dýri jarðarinnar, — því
dýrinu, sem mestum gáfum er gætt og getur mestri kænsku
beitt í lífsbaráttunni og er fyrir það orðið voldugasta dýr
jarðarinnar, — sú breyting verður á því, að það fer að
gera sér rellur út af þvi, hvort þetta eða hitt sé rétt að
gera eða ekki rétt að gera, án tillits til þess, hvort betur
eða ver er séð fyrir líkamlegri vellíðan. Og þessi breyt-
ing sem verður á þessu dýri, hún gerir það að verkum,
án alls tillits til þess, hvort aðrar breytingar hafa orðið
samhliða, að upp frá því getum við talað um nýtt dýr á
jörðinni. Það dýr heitir maður. Það er siðgæðisvera
jarðarinnar.
Frá þessari breytingu er syndafallssagan að segja.
Hún er að segja frá þvi, þegar lífið á jörðunni hefir sig
upp á það stig, sem nútímasálarfræðin nefnir siðgæðisstigið.
Eg hefi virt fyrir mér einstök atriði syndafallssög-
unnar í þessu ljósi. Og eg hefi undrast mjög, hve vel
þau koma heim við þær breytingar og þá atburði, sem
telja má sjálfsagt og sennilegt, að hafi verið samferða því
að maðurinn hefur sig á siðgæðisstigið.
Maðurinn og konan eta af skilningstré góðs og ills
fyrir áeggjan höggormsins. Það hefir verið litið svo á,
að höggormurinn hafi verið myrkrahöfðinginn sjálfur. Og