Skírnir - 01.01.1925, Blaðsíða 187
Skirnir]
Adam og Eva rekin úr Paradis.
173
fræðiþular. Eg skal láta ósagt, hvort sú skýring stenzt.
En ekki get eg borið á móti því, að betur kann eg við
þá merkingu í orðinu í munni spámannsins frá Nazaret,
en hina sem algengust er. Og samkvæmt því sem sagt
hefir verið, finst mér sú skýring geti alls ekki heitið
rakalaus.
Höggormurinn er slægastur allra dýra í aldingarðin-
um. Það er lýsingin, sem syndafallssagan gefur af hon-
um. Og sú lýsing gefur það í skyn, að í þessari sögu sje
höggormurinn tákn vitsmunanna. Með auknum vitsmun-
um vaknaði þessi hugmynd hjá manninum, að hann gæti
líkst guði, — að hann þyrfti einhvers annars að gæta og
væri til einhvers æðra kallaður en rétt að seðja munn
og maga.
Til konunnar fer höggormurinn fyrst. Og það er hún,
sem fyrst hefst handa og úr hennar hendi etur maðurinn
hinn forboðna ávöxt. Vera má að einhverjura þætti nægi-
legt að skýra þetta atriði með því einu, hve rik ástríða
það virðist hafa verið mönnunum að kenna konunni allar
vammir og skammir. Og sagan er reist á þeirri skoðun,
að þetta hafi verið ákaflega syndsamlegt. En ekki er
það útilokað, að þetta atriði hafi komist inn í söguna ein-
mitt fyrir það, að á bak við lágu sannindi. Margt mæl-
ir með því, að það hafi verið konan, sem fyr steig sporið
inn á siðgæðissviðið. Alment mun það viðurkent, að hún
hafi næmari siðgæðistilfinningu en maðurinn. Og hún
atendur lika betur að vigi til þróunar á siðgæðíssviðinu.
Það er margt, sem knúð hefir manninn til þróunar á því
aviði. En aflmesta lyftistöngin hafa þó óefað verið til-
finningar foreldra gagnvart afkvæmum sínum. Og jafn-
framt þvi, sem á það ber að líta, að afkvæmið er altaf
tengt nánari böndum móðuriuni en föðurnum, þá ber einnig
að líta á hitt, að á lægri þróunarstigum lífsíns er oft í
raun og veru ekki um neinn föður að tala, en móðirin
hefir verið til alt frá örófi alda.
»Þá lukust upp augu þeirra beggja, og þau urðu þess
vör, að þau voru nakin, og þau festu saman fíkjuviðar-