Skírnir - 01.01.1925, Blaðsíða 188
S74
Adam og Eva rekin úr Paradís.
[Skírnir
•blöðum og gerðu sér mittisskýlur«. Þannig er lýst fyrstu
áhrifunum af ávexti skilningstrésins. Áður voru þau nak-
in. En þau fundu það ekki fyrri en nú. Og þau blygð-
uðust sín svo fyrir nekt sína, að þau reyndu að fela sig,
þegar þau heyrðu til Jahve í aldingarðinum. Og þegar
-Jahve spyr: »Hvar ertu?« Þá segir maðurinn: »Eg
heyrði til þín í aldingarðinum og varð hræddur, af því
að eg er nakinn, og eg faldi mig*. Þá sagði Jahve:
»Hver hefir Bagt þér, að þú værir nakinn?« Og þá kom
það upp úr kafinu, að þau höfðu etið af hinu forboðna
tré. — Hér er greinilegt, að verið er að segja frá því,
þegar maðurinn í fyrsta sinn finnur til nektar sinnar frammi
fyrir augliti guðs. Og sú tilfinníng vaknar hjá honum,
þegar hann hefir etið af skilningstré góðs og ills, — þeg-
ar hann er orðinn siðgæðisvera. Og fögur hugmynd er
það og skáldleg, að fyrsta verk. siðgæðisverunnar er að
binda sér mittisskýlu.
í hegningarskyni fyrir að eta af skilningstré góðs og
ills var maðurinn og konan útlæg ger úr Paradís og
það á manninn lagt, að hann skyldi með erfiði næra sig
af jörðunni og neyta sins brauðs í sveita síns andlitis.
N'útimavísindin líta svo á, að frummaðurinn eða for-
faðir mannanna hafi verið skógardýr, klifrað í trjám skóg-
anna og lifað á ávöxtum þeirra. Og alment er litið svo
á, að í sambandi við burtför mannanna úr skógunum
muni vera um stórfelt andlegt þróunarspor að ræða. Það
þykir ekki nokkrum efa bundið, að erfiðari lífskjör, strang-
ari barátta fyrir lifinu og nauðsynjum þess, hafi verið
manninum mikilvægt þróunarskilyrði. Séð hefi eg þá tii-
gátu, að manninum hafi verið hrundið út í erfiði lífsbar-
áttunnar á þann hátt, að eldur hafi homið upp í víðáttu-
miklum skógi og brent hann til kaldra kola, og íbúar
þeir, sem björguðust þaðan, hafi verið neyddir til að bjarga
sér á fótum sínum yfir jörðina, hafast við á skóglausum
svæðum og afla sér þar viðurværis síns og þá með stór-
koBtlega auknum erfiðismunum, en um leið með auknum
skilyrðum til andlegs þroska. Þetta er auðvitað ekkert