Skírnir - 01.01.1925, Blaðsíða 191
Skirnir] Adam og Eva rekin nr Paradis. 17T
þekkjum hana nú í. Vera má líka, að upptök sín, vöxt
og viðgang eigi hún. réttum og sléttum almúganum að
þakka, þar til sá mikli maður kom fram, er gat skráð
hana og látið hana berast til óborinna kynslóða. Það
verður ókleift að rekja uppruna hennar, þótt mestu vís-
indamenn heimsins í þeim efnum legðu sig alla fram.
Svo er um allar helgisögur og þjóðsagnir.
En hvort sem höfundurinn er einn spámaður eða margar
kynslóðir heillar þjóðar, þá tala eg hér um höfund sög-
unnar, svo sem væri hann einn, reyni að skygnast inn i
huga hans og athuga, hvernig þessi saga er orðin til.
Undiraldan i sögunni er meðvitund um ónáð og reiðí
guðs, sem hvílir yfir mönnunum. Höfundurinn sér reiði
guðs birtast í öllu mótlæti þessa lífs. Tilbeiðslan á guði
er meðal til að mýkja reiði hans og afla sér hollustu
hans og liðveizlu til að verjast óhöppum og koma mál-
um 8Ínum fram til sigurs. Og í sigrum og velgengni birt-
ist hylli guðs og vinátta, en óhöpp öll og ósigrar eru
vitnisburður um reiðiguðs yfir þeim, sem fyrir því verður.
Og höfundurinn er næmur fyrir böli lífsins. Hann
hefir augun opin fyrir því, að þótt sumir megi heita ham-
ingjunnar börn, miðað við þá, sem eru settir hjá lifsgæð-
unum, þá er enginn alsæll og sérhver á við sitt böl að
búa. Þar af dregur hann þá ályktun, að yfir öllu mann-
kyninu hvili reiði guðs.
í hans augum er höfuðbölið fólgið í baráttunni fyrir
lifinu. Honum ógna allir svitadroparnir, sem falla í þeirri
baráttu. Jörðin ber manninum þyrna og þistla, og bar-
áttunni lýkur ekki fyr en maðurinn hverfur aftur til
jarðarinnar.
En hann grunar, að eitt sinn hafi hagur mannanna
verið annar. Þá lifðu mennirnir áhyggjulausir í trjám
skóganna. Það var dýrlegt líf í hans augum. Þeir þurftu
ekkert annað fyrir lífinu að hafa en að rétta út hönd sína
eftir ávöxtum trjánna. Það var glæsilegt í samanburði
við hitt, að þurfa að eltast út um allar sléttur eftir dýr-
um til að nærast af, eða reika um eyðimerkur í leit eftir
12