Skírnir - 01.01.1925, Page 192
178
Adam og Eva rekin ár Paradíg.
[Skirnir
grasblett, eða klöngrast upp um fjöll og reika með sjó
'fram til að leita sér að björg. Og verða þó marga stund-
ina, þrátt fyrir alt erflðið, að þola bungur og af völdum
;þe8s að horfast í augu við sjálfan dauðann. Og þessi
mikla vellíðan forfeðranna var honum sönnun þess, að á
þeim tímum hvíldi reiði guðs ekki yfir mönnunum.
Það verður honum brennandi spurning, hver hafi
verið ástæðan til þess, að mannkynið varð fyrir reiði guðs.
Hann hefir gert sér grein fyrir því, að mennirnir voru
aðrir nú, en þeir voru þá. Hann hefir þekkingu á því,
að sú breyting hefir orðið á manninum, sem við nefnum
«iðferðislegan þroska. Og hann rekur saman þessa breyt-
ingu á manninum og burtför hans úr skógunum og út-
legð hans til erfiðari lífsbaráttu. Og skýring hans verð-
ur þessi, að þetta þróunarspor, sem maðurinn steig, hafi
verið andstætt vilja Guðs og erfiði lífsbaráttunnar síðan
hegning frá guði. Það er ekki einstætt í þessari sögu það
álit, að reiði guðs hvíli yfir þróunarsporum manna á hvaða
sviði sem þau eru stigin. Það gengur sem rauður þráð-
ur gegnum söguna alt fram á þennan dag. Samkvæmt
goðsögnum Grikkja urðu langvinnar píslirhlutskiftiþess.sem
sótti eldinn frá goðabústöðum og flutti hann niður í mann-
heima. Visindamenn miðaldanna voru brendir fyrir tilraunir
til þess að skýra mönnunum náttúruna og lögmál hennar.
Og þeir sem brendu þá voru ekki í neinum vafa um það,
að þeir væru að vinna guði þekt verk, sem hann sjálfur
myndi síðar fullkomna með eilífum kvölum. Og enn í
dag berja menn sér á brjóst og andvarpa yfir guðleysi
mannanna, þegar þeir eru að afla sér nýrrar þekk-
ingar, hvort heldur það er söguleg þekking á trúarhug-
myndum mannanna á liðnum öldum og heimildarritum
trúar okkar, eða reynt er að skygnast inn í ný lögmál
tilverunnar.
Annað atriði, en aukið erfiði lífsbaráttunnar, er það
líka, sem komið hefir höfundi syndafallsögunnar inn á
það spor að skoða siðgæðisþroskann sem syndsamlegt at-
hæfl gegn guði. Það er þessi kveljandi meðvitund um