Skírnir - 01.01.1925, Page 193
■Skírnir]
Adam og Eva rekin úr Paradís.
179
reiði guðs yfir liöfði sér. Sú meðvitund var ekki
til meðan maðurinn hafði ekki etið af skilningstré
góðs og ills. Höfundur hefir mætavel gert sér grein fyr-
ir tilfmningum Adams og Evu, þegar þau eru að fela
ísig milli trjánna í aldingarðinum, af því að þau blygðast
sín fyrir nekt sína frammi fyrir Jahve. Þeirra brot urðu
þvi í augum hans ekki aðeins fyrsta brotið gegn vilja
guðs, heldur einnig það brot, sem öll önnur brot eiga
uppruna sinn að rekja til. í huga hans verður hún þeg-
ar til þessi skoðun, sem síðan hefir drotnað um allar aldir,
að með þessu broti væri syndin í heiminn komin. Og
það er mjög skiljanlegt, hvernig sú skoðum verður til og
helzt við, að syndin sé i heiminn komin með því að
maðurinn verður siðgæðisvera. Syndameðvitund gerir
ekki vart við sig hjá manninum fyrri en hann er orðinn
siðgæðisvera. Synd og syndameðvitund urðu í hugmynd-
um manna mikils til eitt og hið sama, og sú varð skoð-
un manna, að meðan maðurinn þekti ekki neinn mun
á vondu og góðu, þá gæti ekki verið um neina synd að
ræða. Páll postuli sagði, að syndin væri í heiminn komin
fyrir lögmál, — með öðrum orðum: af því að lögmálið
segði mönnunum, hvað þeir ættu að gera og hvað þeir
mættu ekki gera, þá syndguðu þeir. En nútímanum er
farið að lærast að gera skýran greinarmun [á synd og
syndameðvitund. Mörgum okkar virðist jafnfráleitt
að segja, að það tvent væri eitt og hið sama eins og að
myrkur og ljósþrá væri eitt og hið sama. Syndameðvit-
und og siðgæðisþrá eru tveir fletir á sömu tilfinningu.
Meðvitund um vöntun á ljósi og ljósþrá er það einnig.
Eina örugga leiðin til að koma í veg fyrir það, að mað-
urinn þjáist nokkru sinni af ljósþrá er það, að hann fæð-
ist og alist upp í kolsvartamyrkri og kynnist aldreí ljós-
inu á nokkurn hátt. Og eina örugga leiðin til að forða
manninum frá kvölum syndameðvitundarinnar er sú, að
hann þekki aldrei neinn mun á vondu og góðu og
ihafi aldrei nokkra hugmynd um hvað siðgæði er.
Með fullkomnun lífsins færist altaf út svið böls og
12*