Skírnir - 01.01.1925, Síða 197
Skírnir]
Uppreisn Anstnrlandaþjóða.
183
un hefir átt sér stað milli Rússa og hinna undirokuðu
þjóða. Kákasuslöndin eru þó undantekning frá þessu, og,
þar hafa líka geysað sífeldar uppreisnir.
Um Frakka og Englendinga er öðru máli að gegna.
Þeir hafa lagt undir sig víðáttumikil og þéttbygð landflæmi;
í Asíu og Norður-Afríku, án þess að blanda sér nokkuð
saman við hinar undirokuðu þjóðir. Þeir hafa verið drotn-
arar. Komið þangað sem kaupmenn, embættismenn eða
hermenn, og horfið heim aftur þegar þeir voru búnir að
græða nægilegt fé, eða embættistími þeirra var úti. Eng-
in eða lltil kynblöndun hefir átt sér stað, og valdhafarn-
ir hafa sjaldan tekið sér bústað í nýlendunum. Þó þessi
ríki Frakka og Englendinga séu stærri en hið forna róm-
verska ríki, þá getur hér engin samanburður komið til
greina. Rómaveldi var alt í kringum Miðjarðarhafið, og
þjóðirnar skyldar drotnurunum og tóku á móti menningar-
áhrifum frá Rómaborg. öðru máli er að gegna um ný-
lendur Frakka og Englendinga. Þær eru dreifðar og ibú-
arnir geta aldrei orðið franskir né enskir.
Þetta skilja líka þeir, sem bezt þekkja til. Cromer
lávarður, sem grundvallaði vald Breta yfir Egiptalandi
og lagði Níldalinn og Kordofan undir England, kemst í
hinni frægu bók sinni »Ancient and Modern Empires«
að þeirri niðurstöðu, að í rauninni sé æfistarf hans einkis
virði. Egiptar verða aldrei enskir, og aldrei svo trúir
þegnar Bretakonungs, að ríkinu sé styrkur að þeim. Hið
eina, sem Englendingar geta gert til gagns, er að hans á-
liti, að friða landið og ala upp mentaða og löghlýðna
embættisstétt innfæddra manna, kenna Egiptum að stjórna
sér sjálfir og sleppa þeim síðan og láta þá verða sjálf-
stætt ríki.
Þetta er án efa rétt. Ef kynblöndun og sameining
þjóðernisins fer ekki fram, er nýlenduvaldið litilsvirði.
Nú á dögum geta menn ekki farið að dæmi Rómverja
við Kartagoborg, að útrýma frumbyggjum nýlendnanna.
Siðferðisskoðanir vorra tíma aftra þvi. En ef hinar und-
irokuðu þjóðir taka ekki við menningu og tungumáli