Skírnir - 01.01.1925, Page 199
Skírnir]
Uppreisn Austurlandaþjóða.
185
•keisarastjórninni var steypt 1912 heíir verið sífeldur ó-
friður í landinu. Nokkrir hershöfðingjar hafa barist um
völdin, en mikill hluti þjóðarinnar hefir staðið utan við
deilurnar. Mestur hluti Kínverja eru friðsamir smábænd-
ur, sparneytnir og iðjusamir og frábitnir ófriði, svo
•sem mest má verða. En nú virðist svo, sem þeir séu
að sameinast í baráttunni gegn yfirgangi Vesturiandaþjóða.
öll fjármál Kinaveldis voru eiginlega komin í hend-
ur Norðurálfumanna. Kína hafði tekið stór ríkislán1) og
það leiddi til þess, að Frakkar og Englendingar fóru að
(hafa eftirlit með fjárhag ríkisins. Fjöldamörg hlutafélög
voru stofnuð til þess að hagnýta auðsuppsprettur lands-
ins. Flestar verksmiðjurnar í Canton og Shanghai eru eign
Norðurálfumanna og einmitt í þeim borgum hófust uppþotin.
Snemma í sumar heimtuðu Kínverjar, að vinnutírai
barna og unglinga í verksmiðjunum væri styttur. En er
því var neitað hófust verkföll, sem á skömmum tíma
•breiddust út til allra fyrirtækja, sem Norðurálfumenn eiga
á landinu.
Það er einkennilegt um þessi verkföll, að þau hafa
varla snert þær verksmiðjur, sem Kinverjar eiga sjálfir.
Eru þó heilbrigðisráðstafanir hvergi eins slæmar og í
þeim. Það er þvi auðséð, að verkföllin eru fyrst og
fremst pólitísk. Bein árás á yfirgang stórveldanna í Kína
Sum stórblöð Norðurálfunnar hafa kent rússneskum
Bolsevikum um verkföllin og sjálfsagt hafa þeir eftir
megni blásið að kolunum, en hitt ,mun þó vera aðal-
orsökin, að Kinverjar eru að reyna að höggva af sér
hlekkina, sem á þá hafa verið lagðir. Þeir hafa heimt-
að, að öll 8érréttindi stórveldanna í Kina væru afnumin,
og þegar þetta er skrifað, er nýkomið skeyti um, að stjórn-
in i Suður-Kína hafi bannað enskum kaupskipum að koma
í kínverskar hafnir. Þetta hefði verið óhugsandi fyrir
nokkrum árum.
Sam þessi lán voru tekin vegna þess, að stórveldi Evrópn og
Bandaríki Ameríku lieimtuðu það. En ekki af þvi að Kínverjar sjálfir
æsktu þess. Lán þessi hafa verið notuð sem pólitísk vopn. !.