Skírnir - 01.01.1925, Page 200
186
Uppreisn AuBturlandaþjóða.
[Skírnir
Japanar eiga sömu hagsmuna' að gæta í Kína sem
Englendingar. ÞesBvegna er liklegt, að þessar tvær stór-
þjóðir sameinist í því að berja niður sjálfstæðisuppreisn
Kinverja, og sennilega verður lítið úr Kinverjum á vig-
vellinum, ef þeir eiga að mæta vestrænum herbúnaði..
En’ 400 miljóna þjóð verður ekki haldið i skefjum til
lengdar af útlendum her, þótt hægt sé að sigra hana í
svipinn.
Kínverjar heimta ekki aðeins að fá að ráða öllum
sinum málum innanlands, heldur krefjast þeir þess, að'
mega taka sér bústaði í öðrum löndum. Land þeirra er
víða ofsetið og þeir hafa því flutt úr landi i stórhópum
til þess að leita sér atvinnu. Nú hafa flestar stórþjóðir
bannað innflutning Kinverja með lögum. Þetta hefir vakr
ið afskaplega gremju í Kína. Þjóðinni finst það ekki að-
eins fjárhagslegt atriði, heldur sé það lítilsvirðing á kín-
versku þjóðerni og almennum mannréttindum.1)
Síðan uppgangur Japana hófst hefir mikið verið tal-
að um »gulu hættunac, en það lítur svo út, i svipinn a&
minsta kosti, að Kinverjar og Japanar muni ekki samein-
ast. Yfirgangur Japana í Kína hefir verið meiri en svo-
að vinsamleg samvinna geti átt sér stað milli þjóðanna..
Japanar eru} líka 'jmáttlitlir nú sem stendur vegna ýmis-
konar óhappa, sem að þeim hafa steðjað á síðustu árum.
í Kína hafa víða orðið smáorustur og blóðsúthelling-
ur. Þótt baráttunni sé einkum stefnt gegn Englendingum,.
af því þeir hafa ráðið þar mestu, þá hafa Kínverjar þó
engu að síður risið upp gegn afskiftum Frakka, Japana
og Bandarikjamanna. Og svo virðist, sem flokkarnir,
sem kept hafa um völdin í landinu, ætli að sameina sig
í baráttunni gegn útlendingunum.
Það er engin furða, þótt uppreisn Kínverja byrjaði t
iðnaðarborgunum. Þar gætti mest harðstjórnar Norður-
álfumanna, og í borgum er ávalt auðveldara að æsa
1) Um Kina er fróöleg ritgerð i Skirni 1921. Hún er eftir dr^
K. T. Sen, kinverskan mann.