Skírnir - 01.01.1925, Síða 201
Skirnir] Uppreisn Anstnrlandaþjóða. 18T
fólkið upp, en i sveitum. En það er auðséð, að hreyflng-
in er orðin pólitisk og þjóðernisleg, en ekki aðeins verka-
mannahreyfing. Þetta virðast Englendingar lika skilja, og
einn af stjórnmálamönnum þeirra, sero nákunnugur er
högum AuBturlandaþjóða, komst svo að orði í blaðagrein
nýlega: »Eina leiðin út úr ógöngunum er, að vér högum
oss við Kínverja eins og við Japana og skoðum þá jafn-
ingja vora. En reynum ekki að vera húsbændur þeirra
eða forráðamenn«.
En tekst stórveldunum að fara að þessu ráði? Það
er spurningin, sem mest er undir komið. Þau eru varla.
fús til að brjóta odd af oflæti sínu og svo yrðu þau sjálf-
sagt að fórna miklu af því fé, sem sett hefir verið i verk-
smiðjur, járnbrautir og önnur fyrirtæki í Kína.
Indland hefir verið kallað »gimsteinninn í kórónu
Englands*. Þetta auðuga, fjölmenna land hefir frá alda
öðli lokkað til sin útlendinga, öðrum löndum fremur. Það
hefir verið fyrirheitna landið fyrir erlenda herkonunga,
og Indverjar sjálfir hafa haft litla hæfileika til að vernda
sjálfstæði sitt og mynda öflug ríki. Þess vegna hafa þeir
orðið öðrum þjóðum að bráð.
Þegar Englendingar lögðu landið undir sig á 18. öld,
skiftiat það í ótal smáríki. Fyrir þeim réðu höfðingjar,
sem safnað höfðu ógrynni fjár og höfðu meiri viðhöfn og
skraut í höllum sínum, en þekkst hefir annarsstaðar. All-
ur almenningur var ánauðugur og píndur með sköttum
og allskonar álögum.
Þessir smáhöfðingjar áttu í sífeldum ófriði sin á milli.
Auk þess voru stöðugar deilur milli trúarbragðaflokkanna.
Á Indlandi búa margir og óskyldir þjóðflokkar, og trúar-
brögð þeirra eru ennþá fleiri og óskyldari.
Þessi indversku ríki urðu auðveld bráð hinna
ensku æfintýramanna, sem hið Indverska Verzlunarfélag
sendi austur þangað. Þeir brutu landið undir sig, þó þeir
væru fámennir og hefðu litinn herbúnað. Orsökin til þess
var sú, að Indverjar voru óánægðir með valdhafa sína,.
og gengu hópum saman á mála hjá Clive, Warrem