Skírnir - 01.01.1925, Page 202
1188
Uppreisn Austarlandaþjóða.
[Skírnir
Hastings og Wellesley, helztu herforingjum Englendinga
austurfrá. Svo kom enska stjórnin til sögunnar og tók
völdin af félaginu og lagði landið undir hina hrezku krúnu.
Það er merkilegur og einstakur fyrirburður í veraldarsög-
unni, að eitt verzlunarfólag leggur undir sig land, sem
er eins fjölment eins og hálf Norðurálfan.
Um stjórn Breta á Indlandi má segja, að hún hefir
verið bæði góð og ill. Þeir hafa friðað landið. Hinn mikli
brezki friður (Pax Britannica) hefir fært Indverjum meiri
velliðan en áður átti sér stað. Og vegna þess hefir þeim fjölg-
að örara en áður eru dæmi til. Hin mikla fólksfjölgun á Ind-
landi síðan 1870 er ef til vill einsdæmi í veraldarsögunni.
Meginþorri Indverja hefir líka til skamms tima verið
ánægður með stjórn Englendinga. Hinn enski her á Ind-
landi er vanalega um 50,000—100,000 manns, svo að allir
geta séð, að þessi her gæti lítið ráðið við 300 miljóna þjóð,
ef hún væri samtaka og vildi hrinda af sér stjórn útlend-
inganna.
En Englendingar hafa líka haft lag á að gera sér
landið að féþúfu. í gamla daga féflettu þeir konungana,
en á síðari timum hafa þeir gert Indland að bezta mark-
aðinum fyrir enskar iðnaðarvörur. Jafnframt hafa þeir
reynt að sporna við því, að stóriðnaður kæmist á fót í
landinu.
Englendingar stjórnuðu Indlandi fyrst sem einvalds-
drotnar, en smátt og smátt fóru þeir að komaþaráþingstjórn,
eins og þeir alstaðar reyna í löndum þeim, er þeir ráða yfir.
En þetta hefir ekki gefist vel. Hér sannaðist sem oftar
hin fræga setning Tocquevilles, hins spakvitrasta allra
sagnfræðinga: »Ekkert tímabil er jafn hættulegt fyrir
harðstjórn og þegar hún er að. byrj.a að slaka til. Það
eru hvorki hinir frjálsu, né hinir ánauðugu, sem gera
8tjórnarbyltingar, heldur hinir hálffrjálsu». Þegar Ind-
verjar fóru að taka þátt í stjórnarstörfunum, fór líka löng-
un þeirra til fulls sjálfstæðis að glæðast
Nú verða menn að minnast þess, að trúarflokkarnir
á Indlándi eru, hver öðrum andstæðir, en þó er að hefjast