Skírnir - 01.01.1925, Page 203
Skirnir]
TJppreisn Anstnrlandaþjóða.
189
samvinna milli þeirra. Múhameðstrúarmenn hafa til dæm-
is verið Englendingum óvinveittir vegna meðferðarinnar
á Tyrkjum, og Brahmatrúarmenn af þvi að Englendingar
hafa reynt að útrýma stéttaskiftingunni, aem er þeim
heilög. Yfirleitt má segja, að þessi uppreisn Indverja sé
að nokkru leyti trúarlegs eðlis.
Þó mun það víst, að hin fjárhagslegu mál ráða hér
mestu. En til þess að geta skilið þessa hagsmunabaráttu
Indverja, verður að skýra nánar frá hinum einkennilegu
atvinnuhögum þeirra.
Indiand er álíka stórt og fjölment og Norðurálfan, að
Rússlandi undanskildu. En þjóðfélagshættir eru harla
ólíkir. í Evrópu býr mikill fjöldi manna í borgum og
lifir af iðnaði og verzlun, en kaupir matvæli sín og hrá-
efni til iðnaðarins frá öðrum heimsálfum. A Indlandi er
þetta allt öðruvísi. Þax eru örfáar stórborgir. Um 90%1.)
Indverja býr í sveitum og landbúnaður er nálega hinn
eini atvinnuvegur. Full 75% íbúa landsins lifa af land-
búnaði. Landið er víða mjög frjósamt og' stórfeldar
vatnsveitingar, sem Englendingar hafa gert, hafa bætt
ræktunarskilyrðin og aukið framleiðsluna. Allmikill hluti
af landinu er þó ófrjór og enda óhæfur til ræktunar.
Þetta veldur því, að jarðirnar eru afarsmáar og land-
ið ber ekki lengur hinn mikla mannfjölda. Indverjum
fjölgar ört. Þeir eru nú 320 milj., jafnmargir íbúum
Evrópu utan Rússlands, en árið 1872 voru þeir 206 miljónir,
svo að þeim hefir fjölgað um meira en 100 milj. á rúmum 50
árum. Þessi fjölgun er ótrúlega mikil, en hún verður skiljan-
leg, þegar þess er gætt,aðlandsmenn eruákaflegabráðþroska.
77% af indverskum konum giftist áður en þær eru tví-
tugar, og tólf ára stúlkur eru mjög oft orðnar mæður.
Flestir karlmenn eru einnig kvæntir um og innanvið tví-
tugt. Viðkoman er afskaplega mikil, en barnadauðinn er
lika mikill. Trúarbrögð margra indverskra þjóðflokka
1) Allar tölur eru teknar eftir nýjnstn hagskýrslam stjórnarinnar
á Indlandi.