Skírnir - 01.01.1925, Síða 204
190
Uppreisn Anstnrlandaþjóða.
[Skirnir
krefjast þess, að menn eignist afkvæmi, og þá einkum
syni. Hjónabandið er talin skylda. Þessi mikla fólks-
fjölgun hefir valdið því, að jarðirnar hafa skifst, og sífelt
orðið smærri og smæri. í Bengal lifa til dæmis 11 milj-
ónir vinnandi manna eingöngu af landbúnaði, en ræktað
land er aðeins 241/* milj. ekrur. Hver verkamaður hef-
ir því aðeins 2J/4 ekru, eða tæplega það, til þess að rækta.
Það er auðséð, að fólkið getur ekki lifað af svo litlu landi.
íbúar í Bengal eru alls um 47 miljónir og bændurnir
sjálíir hafa altof litið að gera. Til þess að rækta þetta
land þurfa þeir ekki nema rúmlega 140 vinnudaga á ári,
og þó má taka það fram, að vinnutíminn er vanalega
stuttur, og vinnan lítil í samanburði við vinnu Vestur-
landabúa.
Víðast á Indlandi má finna svipuð dæmi. í Fimm-
fljótalandinu (Punjab) er talið að menn vinni 150 daga
á ári, og þar lifa nálega allir af landbúnaði.
Nú ber þess að gæta, að hjer er aðeins átt við karl-
menn. I Norðurálfu vinna konur ekki síður en karlar
að búskaparstörfum. Hér á landi eru víst fult svo marg-
ar konur sem karlmenn, er vinna að heyskap. Aíleið-
ingin af þessu er því sú, að mestur hluti Indverja hefir
sama sem ekkert að gera fullan þriðjung úr árinu, og ef
ekki kemur regn í tæka tíð, er hungursneyð fyrir dyrum.
Indverjar sjá að þetta getur ekki gengið til lengdar.
Þeir verða að finna einhver ráð til þess að fólkið deyi
ekki úr hungri. Sumir hafa haldið þvi fram, að fjöldi
manna ætti að flytja úr landi, og taka sjer bústað í lönd-
um, sem enn eru strjálbygð, en hafa hæfilega heitt lofts-
lag. En nú hafa flestar þjóðir bannað innfiutnig þeirra
eins og Kinverja.
Þessi innflutningsbönn eru þyrnir í augum Indverja,
eins og nærri má geta. Þeir finna að þjóðir Norðurálf-
unnar, sem nýlendur eiga, skoða þá sem hálfgerða villi-
menn, og vilja útiloka þá. Einkum eru þeir gramir Bret-
um. Þeir heimta sem þegnar Bretakonungs fullan rétt
til þess að flytja til allra landa, sem honum lúta. Þetta