Skírnir - 01.01.1925, Page 205
-Skirnir]
Uppreisn Austurlandaþjóða.
191
varð fyrst alvarlegt deiluefni árið sem leið, þegar hið
svonefnda Kenya mál kom til sögunnar.
Kenya í Austur-Afríku er frá náttúrunnar hendi eitt hið
bezta land sem Bretar ráða yfir, og enn er það lítt bygt af
hvítum mönnum. Indverjar voru farnir að flytja þangað hóp-
um saman, en þá risu hinir fáu ensku landnemar upp og
heimtuðu, að þeim væri bannaður innflutningur og land-
ið yrði varðveitt fyrir Englendinga. Eftir harðar deilur
fengu þeir máli sínu framgengt hjá nýlendustjórninní í
London. »Kenya er varðveitt fyrir breskt þjóðernic.
sagði landstjóri þeirra. »En við höfum höggvið Indland
úr höndum vorum« sagði einn af æðstu embættismönnum
Breta á Indlandi, þegar hann heyrði um málalokin.
Svona eru þá lífskjör mikils hluta Indverja nú á
■dögum. Þeir hafa of lítið land, of lítið að gera og þá
vitanlega líka of litlar tekjur. Þeir geta ekki flutt sig til
annara landa, þar sem landrýmið er nóg. Þeir eru dæmd-
ir til að lifa í aðgerðarleysi og sulti.
Þjóð, sem á við svona kjör að búa hlýtur að vera
óánægð, og hjá henni er jarðvegurinn góður fyrir sam-
særi, uppreisnir og undirróður utanfrá. Alþýðan hlýtur
að skella skuldinni á valdhafana, og þeir verða ennþá
óvinsælli, af þvi þeir eru útlendir og annarar trúar.
Helztu foringar Indverja sjá, að svo búið má ekki lengur
standa. Annaðhvort verða að flnnast nýir atvinnuvegir,
eða fólkið deyr úr hungri. Indverjum fjölgar um fuilar
tvær miljónir á ári, en atvinnuvegir þeirra taka mjög
-litlum framförum.
Stóriðnaður er helzta ráðið, sem forvígismenn Ind-
verja sjá, til þess að bjarga þjóðinni frá hungursneyð.
En þessi leið er ekki auðfarin. A Indlandi er allmikið af
smáum iðnrekendum, einkum vefurum og smiðum, og
þeir mundu missa atvinnu sína, ef nýtízku vólaiðnaður
hefst. Þeir berjast því á móti þessu eins og þeim fram-
ast er auðið. Talið er að um 27 miljónir, eða 7 %> Ind-
verja lifi af iðnaði. Hitt er þó miklu hættulegra, að hér
-rekast hagsmunir Englands og Indlands á. Bómull er