Skírnir - 01.01.1925, Side 206
192
Uppreisn Anstnrlandaþjóðn.
[Skirnir
helzta útflutnÍDgsvara Indverja, og bómullardúkar helzta
innflutningsvaran. Bómullin er flutt til Englands, unn-
in þar i verksmiðjum og svo seld til Indlands aftur. Bóm-
ullariðnaðurinn er einn hinn helsti máttarstólpi enskra
auðæfa, en nú heimta Indverjar, að lagður sje hár
tollur á innfluttar bómullarvörur, og reyndar á fleiri
iðnaðarvörur. Þessi tollur myndi auðvitað koma því nær
eingöngu niður á enskum vörum, og sumir Englendingar
halda þvi fram, að þetta mundi ríða bómullariðnaði þeirra
að fullu. Ennfremur heimta Indverjar ríkisstyrk og ensk
lán til þess að geta komið á fót verksmiðjum í landinu
sjálfu.
Englendingar gátu ekki gengið að þessum tollkröfum.
Bæði vegna eigin hagsmuna, og svo af þvi, að sumar
stærstu nýlendurnar komu fram með harðvítug mótmæli
Hér kom veikleiki brezka heimsveldisins í ljós. Ný-
lendurnar eru svo ólíkar að loftslagi, hnattstöðu og at-
vinnuvegum, að enska stjórnin getur naumast veitt einni
nýlendu ívilnanir, án þess að skaða aðrar. Helztu for-
ingjar hinna indversku iðnaðarhreyfinga, svo sem Sastri
og Rahimtoola, sem báðir eru vel mentaðir menn eftir
Evrópuskilningi og virðast vera kænir samningamenn,
vildu fara friðsamlega að öllu. Koma sér vel við Eng-
lendinga og hagnýta sér fjárhagslega og pólitíska aðstoð
þeirra. En þessir menn gátu ekki ráðið við fólkið. í
Bengal tóku lærisveinar Ghandis við forustunni ogsamtímis
fóru áhrif Bolsevika að ná til Indlands gegnum Afghanist-
an. Afleiðingarnar urðu þær, að Indverjar bundust sam-
tökum, miljónum saman, um að kaupa ekki enskar iðn-
aðarvörur og hafa ekkert samneyti við Englendinga, eða
þá Indverja, sem þeim væru hlyntir. Svona er ástandið
á Indlandi, nú sem stendur. Enskar vörur eru bannfærð-
ar á stórum svæðum og Norðurálfumönnum er ekki óhætt
um líf sitt, er þeir koma út fyrir þjóðvegina og aðalgöt-
ur stórborganna. Bæja- og sveitastjórnir og hin indverska
embætti8stétt yfirleitt, gerir alt, sem hún getur Englend-
ingum til ógreiða, Þetta er mjög alvarlegt mál, því em-