Skírnir - 01.01.1925, Síða 207
íSkírnir]
Uppreisn Austurlandaþjóða.
193
bættismenn og kinar innfæddu kersveitir (Sepoys) kafa
verið kyrningarsteinninn undir kinu brezka veldi á Ind-
landi.
Franakur blaðamaður, sem kom nýlega til Parísar
eftir að hafa ferðast um þvert og endilangt Indland, kemst
svo að orði: »Hinir indversku þjóðflokkar og trúarfélög
eru ósammála um alt, nema hatrið á Norðurálfumönnum«.
Þetta er vafalaust satt. Ef Englendingar missa yfirráðin,
þá mun það áreiðanlega hafa í för með sér borgarastyrj-
öld, hungursneyð og fólksfækkun. Indland mun skiftast
aftur í ótal smáríki, sem berast á banaspjót innbyrðis,
eins og í gamla daga. Það er óhugsandi að Indverjar
geti myndað ríki með reglubundinni stjórn og haldið uppi
friði, jafnrétti borgaranna og virðingu fyrir lögunum.
En það verður ekki annað séð, en yfirráð Englendinga
séu senn úr sögunni. Þeir hafa ekki hervald til að bæla
niður indverska uppreisn. Að vísu kunna þeir betur að
stjórna mönnum, en nokkur önnur þjóð síðan á dögum
Hómverja, en það er vafamál hvort Rómverjar hafi nokkru
sinni átt að leysa slíka stjórnmálaþraut, sem Englending-
ar á Indlandi.
Kínverjar og Indverjar eru stærstu og fjölmennustu
andstæðingar Evrópuþjóðanna í heiminum, en engu að
síður eru Múhameðstrúarmenn í suðvesturhluta Asiu
•og Norður-Afríku mjög hættulegir óvinir kristinna Norð-
urálfumanna.
Kjarni þessara þjóða eru Arabar. Þeir eru gáfaðir
•og hraustir trúarofsamenn, og allra manna íhaldssamastir.
Ef setning Biblíunnar, að þúsund ár séu sem einn dagur,
gildir nokkursstaðar, þá er það á eyðimörkura Arabíu og
Afríku. Arabar hafa lært að fara með byssur, en annars
eru þeir börn sjöundu aldarinnar. Arabaforingjarnir, sem
börðust við Englendinga 1916, voru alveg samskonar
menn og Ommejadarnir á 8. öld. Þeir eru alstaðar yfir-
Ætétt, enda búa þeir víðast innan um þjóðir, sem standa á
lægra menningarstigi, eða eru ekki eins harðgerðar. Hér um
■bil helmingur Múhameðstrúarmanna eru Englendingum
13