Skírnir - 01.01.1925, Side 209
Skirnir]
Uppreisn Anstnrlandaþjóða.
195-
land, 8em öll áttu að vera undir ensku eftirliti, en hafa
annars sjálfsforræði.
Þetta hefir ekki gengið vel og ástandið fer altaf
versnandi. Konungurinn í Hedjaz hefir verið Englending-
um erfiðari viðfangs, en þeir bjuggust við, og það hefir
sært Araba, að Gyðingaland hefir verið gert að einskon-
ar miðstöð fyrir Gyðinga um víða veröld. Langfiestir
íbúar landsins eru Arabar, og auk þess er Jerúsalem-
heilög borg í þeirra augum. Þar logar alt í óánægju,.
en þess gerist ekki þörf að fara nánar út í þetta mál
hér, því að öllum mun vera í fersku minni uppþotin,.
sem urðu við háskólavígsluna í Jerúsalem í vetur, og
árásin á Balfour lávarð, sendimann Englands.
I Irak hafa Englendingar varið afarmiklu fé til þess
að veita vatni á landið og gera það frjósamt, eins og-
það var á dögum Babýlóníumanna. En þótt þeir hafi
gert mikið til þess að bæta hagsmuni íbúanna, hefir þeim
þó ekki tekist að ávinna sér traust þeirra. Sífeld upp-
þot og smábardagar eiga sér stað. Englendingum sjálf—
um er farið að ofbjóða kostnaðurinn, og því hefir verið
hreyft í Parlamentinu, að bezt sé að sleppa öllum yfir-
ráðum yfir þessu landi. Þó er eitt hérað, sem Englend-
ingar munu nauðugir sleppa hendinni af. Það er landið'
kringum Abadan, þar sem AngJo-Persian Oil Co. hefir að-
setur sitt. Þaðan er flutt mikið af þeirri olíu, sem enski
fiotinn notar.
Það má segja hið sama um ástandið í öllum þessum
löndum. Þjóðirnar eru orðnar svo óvinveittar Englend-
ingum, sem mest má verða, og þar sem enskt hervald
og lögregluvald nær ekki til, er lífi Korðurálfumanna
alstaðar hætta búin.
Egiptaland er auðugast og mentaðast allra landa
Múhameðstrúarmanna og þar er sjálfstæðishreyfingin öfl-
ugust. Þar er að skapast stórveldisstefna (Imperialismus)
eins og í Vesturlöndum. Mentamenn Egipta, sem stund-
að hafa nám í Frakklandi og Englandi, vilja ekki aðeins
losna að fullu við ensk yfirráð, heldur vilja þeir einnig
13*