Skírnir - 01.01.1925, Síða 210
196
Uppreisn Ansturlandaþjóða.
[Skírnir
leggja undir Egiptaland Núbíu, Súdan, Kordofan og Trí-
pólis, og jafnvel löndin austan við Miðjarðarhafið. Þeir
tala opinberlega um að þeir vilji endurreisa ríki Faraó-
anna fornu og gera Egiptaland að heimsveldi.
í þessu liggur veikleiki og styrkur sjálfstæðishreyf-
ingar Egipta. Nágrannaþjóðirnar eru hræddar við þá og
stendur stuggur af yfirgangi þeirra. En þjóðin sjálf er
orðin ótrúlega sameinuð, eftir því sem gerist í Austur-
löndum. Atvinnudeilur hafa líka gefið hreyfingunni byr
undir báða vængi. Á Egiptalandi eru alveg samskonar
iðnaðardeilur og á Indlandi, sem skýrt hefir verið frá
hér að framan.
Uppreisn Egipta stendur því á þrem stoðum. Sjálf-
stæðisþrá, trúarhatri og fjárhagslegri hagsmunavon. Þess
vegna er engin von um, að hún verði bæld niður.
I baráttunni hafa Egiptar mikið notað hina vanalegu
austrænu aðferð, morð og launvíg. Til dæmis morðið á
Stack, landstjóranum í Súdan, í fyrra. Útlendingum er
hvergi óhætt um líf sitt, nema þeir séu undir vernd
hermanna eða lögregluliðs.
Nýlega birtist svohljóðandi skeyti í blöðunum: »Ætt-
kvísl ein á Sýrlandi hefir gert uppreisn gegn Frökkum
og drepið alla Evrópumenn, , sem hún náði í.« Þessi
litla uppreisn sýnir ágætlega, hvern hug Austurlandaþjóð-
ir bera til drotnaranna vestrænu. Það er fjandskapur,
heitur og sterkur, og ekkert útlit fyrir að sættum verði
komið á. Ofriðurinn í Marokko er annað dæmi, og þó
öllu merkilegra. Þar berjast Norðurálfumenn líka við
sjálfa sig. í hersveitum Abd-el-Krims eru margir Norð-
urálfumenn, ekki sízt Þjóðverjar, sem berjast af hatrí tii
Frakka, eða þá af hreinni æfintýralöngun. Svo blása
Rússar alstaðar að kolunum, til þess að reyna að koma
stórveldum Vesturlanda á kné.
Þannig er ástandið í Austurlöadum. Alstaðar logar
og ólgar hatrið til valdhafana vestrænu. Sumstaðar hafa
gosið upp blóðugar uppreisnir, en miklu tíðara erj þó,
að nota aðrar aðferðir. Verkföll, viðskiftabönn og útilok-