Skírnir - 01.01.1925, Page 212
Nolseyjar-Pán, þjóðhetja Færeyinga.
Eptir Árna Pálsson.
I.
Vjer íslendingar hneykslumst opt á fáfrœSi útlendinga um land
vort og þjóð, enda höfum vjer stundum haft talsverða ástæðu til
þess. En þó ættum vjer að gæta þess, að sú tafræði er af eðlileg-
um rótum runnin. Island hefir t. d. tæpast gert vart við sig á
heimsmarkaðinum fram á síðustu stundir, og í sameiginlegan sjóð
Evrópumenningarinnar höfum vjer nálega ekkert af höndum innt
nú um margar aldir. Þess vegna má það í raun og veru furðulegt
heita, hvað mikiö hefir verið ritað og rætt um oss í útlöndum bæði
fyr og síðar, og ættum vjer ekki að ganga þess duldir, að það er hin
undraveröa náttúra landsins og fornbókmentirnar, sem því hafa vald-
ið, miklu fremur en afrek og athafnir sjálfra vorra á síðari öldum.
— Hitt hugleiðum vjer sjaldnar en skyldi, hversu þekking vor á
högum og háttum annara þjóða er fátækleg og ófullkomin. For-
feður vorir rituðu um sögu Svía, Dana, Norðmanna, Orkneyinga
og Færeyinga. Þeir vissu og tíðindi um marga þá viðburði, er
gerzt höfðu á F.nglandi og írlandi, í Garöaríki og Miklagarði og
víðar um heim. Væri oss illa úr ætt skotið, ef vjer teldum oss
eigi enn þá skylt að vita, hvað gerist í heiminum og þó einkum með
frændþjóðum vorum. Vjer höfum hingað til látið oss nægja að
hafa nokkur kynni áf bókmentum þeirra. En um þjóðlíf þeirra og
lífskjör hefir oss verið færra kunnugt en skyldi. Þó tekur út yfir hve
tómlátir vjer erum og áhugalausir og fáfróðir um málefni Færeyinga»
sem eru okkur skyldastir og nákomnastir allra þjóða. Jeg minnist ekki
að hafa sjeð nema eina ritgerð í íslenzkum blöðum eða tímaritum,
þar sem gerð hefir verið rækileg tilraun til þess að fræða Islend-
inga um Hfskjör og baráttu Færeyinga. Hún er eptir Jón magister
Helgason og er bæði fróðleg og skilmerkilega rituð (F æ r e y s k
þjóðernisbarátta, Skírnir 1919, bls. 216—286).