Skírnir - 01.01.1925, Qupperneq 213
'Skírnir]
Nolseyjar-Páll, þjóðhetja Færeyinga.
199
í grein þesBari getur höfundur þess, að »það sjeu ekki
meira en hjer um bil 5 aldir síðan sama tunga gekk um allar
eyjar í Atlantshafi norðan Bretlands«. En Hjaltland og Orkneyjar
hurfu undir Skotland og glötuðu máli og þjóðerni. Græulendingar
voru drepnir niður eða týndust á annan hátt úr sögunni. Og nú
«ru Islendingar og Færeyingar einir eftir. Að vísu hefir mál þess-
ara frændþjóða »gengizt ok gre!nzt«, svo að nú eru þær ekki eiun-
ar tungu, en þó eru færeyskan og íslenzkan sambornar systur.
Það má helta íslendingum fyrirhafnarlaust, að lesa færeyskar bæk-
ur, enda hafa bókmenntafrömuðir Færeyinga sniðið ritmál sitt sem
mest eptir íslenzku, einkum þó um stafsetning. Erfiðara veitir oss
að skllja mælt mál þeirra, en þó verður Færeyingi og Islendingi
aldrei til lengdar skotaskuld úr því að skilja hvor annan. Þess
kvað og vera mörg dæmi, að færeyskir fiskiinenn hafi lært á einu
sumri að tala fslenzku lýtalítið. En sá er greinar- og gæfu mun-
ur, að íslenzkan hefir verið ritmál í rúmlega átta aldir, og hef-
ir á þeim tíma verið tamin svo í þjónustu mannlegrar hugsunar,
að hún stendur nú jafnfætis hinum göfugustu menniugarmálum
helmsins. Hins vegar hefst ritöld Færeyinga ekki fyr en á 19. öld.
.Það er ekki vandalaust verk, að hefja almúgamál upp á menning-
arstig góðs og nothæfs ritmáls. Vandinn er því meiri, sem þjóðin
er smærri. Nú eru Færeylngar 20 þúsundir manna, og hafa þeir
•orðið það fjölmennastir. Og enn er þesB að gæta, að útlent mál,
-danskan, hefir öldum saman setið þar að völaum — og situr enn
— bæði í klrkju, skóla, dómum og umboðsstjórn. Því er það ekki
að kynja, þótt mörgum Færeyingum hafi hrosið hugur við þjóð-
ernishugsjóninni og talið hana óðs manns æði. Enda hafa þeir
aldrei átt því lánl að fagna að verða samtaka í þessari erfiðu bar-
áttu. Nú í sumar hefir menntamálaráðherra Dana lagt fyrir lög-
þingið frumvarp þess efuis, að færeyska skuli hjer eptir verða aðal-
skólamál eyjanna; þó skuli kennslan f dönsku máli, danskri Rögu og
danskri landafræði fara fram á dónsku. Þetta frumvarp er eitt
meðal annars vottur þess, hve víðBýnir hinir frjálslyndu flokkar
í Danmörku eru nú og skilningsglöggir á öll þjóðernismál. Ekki
er enn þá kunnugt um hver afdrif frumvarpsins verða á lögþing-
inu, en »Sambaridsflokkurinn«, sem nú er í meiri hluta þar, heflr
risið öndverður gegn því. Má af þvf marka, að þjóðernismenn í
'Færeyjum eiga við ramman reip að draga.
Oss íslendingum getur aldrei í ljettu rúml legið, hvernlg fer
>um Færeyjar. A Færeyskan að deyja út og landlð að verða að