Skírnir - 01.01.1925, Side 214
200
Nolseyjar-Páll, þjóðhetja Færeyínga
[Skírnir
aldanskri — eða öllu heldur hálfdanskri — útlendu? Þá verða
forlög Færeyja hin sörau sem Hjaltlands og Orkneyja. Færeysk
menning á þá ekki aðra fraratið, en að verða hálfkalin, kræklótt
og gagnslaus grein á meiði danskrar menningar. Eða raun hitt
verða, að þar vaxi upp sjálfstæð þjóðmenning, sem knýi fram alla
krapta hins litla þjóðfjelags til starfs og framsóknar? Ef svo færi,
þá hlyti að takast náin andleg samvinna milli Færeyinga og Islend-
inga, og þess vegna getur oss eigi staðið á sama um það, sem á vor-
um dögum er að gerast í Færeyjum.
Vjer getum aðeins orðið Færeyingum að liði á einn hátt. Vjer
getum veitt þeim eptirtekt og iátið þá skilja, að oss renni blóð-
ið til skyldunnar. Vjer höfum hingað til verið helzt til tórnlátir
í þessu efni. Eitgerð Jóns Heigasonar, sú sem áður var minnzt
á, vakti t. d. hvergi nærri þá athygli vor á meðal, sem æskilegt
hefðl verið, og ekki höfum vjer sinnt þeim tillögum, sem hann bar
þar fram. En þær fóru aðallega í þá átt, að vjer ættum að
styrkja Færeyinga með því að kaupa bækur þeirra og með því að
að geta um þær í blöðum vorum. Ennfremur ættum vjer að senda
fáein eintök af ísienzkum bókum til bókasafnanna í Færeyjunv
og loks væri æskilegt, að stofnað væri færeyskt-ísienzkt fjelag til
þess að treysta hið andlega samband milli þessara litlu þjóða.
Báðar eiga þær í vök að verjast og mundi hvorugri veita af þeim
stuðning, sem hin gæti veitt henni. Annars verður ekki frekar
rætt hjer um þetta mál að þessu sinni.
Hjer fer á eftir elnn lftill þáttur úr sögu Færeyinga. Það
mun mega fullyrða, að íslendingar sjeu allsendis ófróðir um allt
það, sem gerzt hefir í Færeyjum, eptir að Færeyingasögu hinni
fornu iykur. Vjer könnumst við Þránd i Götu, Sigmund Brestisson,
Leif Össurarson, o. s. frv. En eptir það þrýtur oss fróðleikinn.
Það mun og satt, að fátt hefir gerzt stórtíðinda í Færeyjum á hln-
um 8Íðari öldum. En þær línur, sem hjer fara á eptir, eiga að
færa mönnum heim sanninn um, að ennþá geta vaxið þar upp-
menn með ósvikinn merg í beinum.1)
II.
Um aldamótin 1800 var íbúatalan í Færeyjum 5000. Æðstu
embættismenn eyjanna voru landfógetinn og lögmaðurinn. Land-
1) Þess skal getið, að ritgerð þessi styðst að efni til algerlega
við rit Dr. Jakobs Jakobsens um Nolseyjar-Pál (Ponl Nolsöe. Jdvssögtu.
og irkingar. — Torshavn 1912)