Skírnir - 01.01.1925, Side 216
•202
Nolseyjar-Páll, þjóðlietja Færeyinga.
[Skírnir
isslon) í Kaupmannahöfn, og stjórnaSi sú nefnd einnig grænlenzku
verzluninni. Verzlunarnefndin skipaði æðsta umsjónarmann verzl-
unarinnar í Færeyjum, og nefndist hann handelsforvalter
•^verzlunarstjóri).
Ekki voru þó allar færeyskar eða útlendar vörur einokaðar, og
máttu Færeyingar flytja hinar frjáisu vörur út og inn eptir vild.
Þó var þeim gert að skyldu að fiytja jafnan slíkar vörur
með skipum verzlunarinnar og greiða íyrir það nokkurt gjald í
sjóð hennar. He’zta útflutningsvara eyjanna var um þessar mund-
ir sokkar (»hosur«), en nokkru síðar tók verzlunin að flytja út
■færeyskar peysur, sem hrátt utðu nafnkunnar.
Færeyska einokunin kreppti að vísu ekki svo fast að lands-
mönnum sem hin íslenzka, en þó bakaði hún eyjunum hið mesta
tjón. Á Olafsvökuþinguuum komu fram sífelldar kærur yfir
rekstri hennar. Það var þó einkum tvennt, sem menn töldu óbæri-
legt. Skip verzlunarinnar sigldu aöeins á eina höfn í Færeyjum,
Þórshöfn, og þangað urðu allir eyjaskeggjar að sækja vörur sínar.
Af þessu hlauzt vitaniega, að menn urðu opt að bíða vikum
saman áður en þeir urðu afgreiddir og máttu þó þakka fyrir, ef
þeir fengu þá þær vörur, sem þá vanhagaði um. Því að yfir
hinu var ekki síður kært, að vörurnar væru oft bæði ónógar og
skemmdar. Dr. Jakobsen skýrir í bók sinni frá þeim kærum, sem komu
fram á árunum 1785—1806 og skulu hjer tilfærð nokkur helztu
atriðin. Nálega öll þau ár var annaðhvort skortur á einhverjum þeim
vörutegundum, sem verzlunin áttl að flytja, eða þá vörurnar reynd-
ust sviknar og skemmdar. 1786 er sagt, að tóbak hafi verið óbrúk-
legt, en baunir óætar. 178!): ullarkambar ónýtii, en skortur á
tóbaki og Ijerepti. 1791: Skemmt korn — hafði hitnað f þvf í
skipunum. 1792: Skortur á byggi og rúgi. Ónýtir ullarkambar.
1793: Skortur á byggi. Ónýtir ullarkambar. 1794: Ljelegt korn,
ijelegt salt, ótækur hampur, skoitur á ljerepti. 1796: Skortur á
1 jerepti, hampurinn ónotandi. 1798: Skortur á tóbaki, kaffi og
sykri. Hampurinn óhafandi, ullarkambar ónýtir. 1799: Skortur
á byggi, hampi og tjöru. »Margir kvörtuðu yfir því, að þeir hefðu
ekki einu sinni fengið timbur og borð f líkkistur«. 1802: Korn-
ið tæpast manna matur, — og margar aðrar þungar sakir voru þá
bornar á verzlunina. 1804: Ljereptið mjög gróft og ljelegt. Tóbak-
ið afleitt síðan á kyndilmessu. 1806: Skortur á flestum vörum, t.
d. ljerepti, byggi, kalki, hveitimjöli, tjöru, víni og tóbaki. Kornið