Skírnir - 01.01.1925, Side 217
-Skírnir]
Nolseyjar-Páll, þjóðhetja Færeyinga.
203
ljelegt og tæpast boðleg vara. — Þess þarf ekki að geta, að vöru-
verö var venjulega mjög hátt á þessu tímablli.
Á síðustu áratugum 18, aldar komust víösýnir og ötulir fram-
sóknarmenn til valda í Danmörku. Þá voru danskir bændur
leystir úr ánauð, íslenzka verzlunin gefin frjáls öllum þegnum
Danakonungs og mörg voru þó önnur merkileg og heillavænleg
nýmæli. Þá leit og út fyrir um stund aö rakna mundl um höpt-
in á færeysku verzluninni, en Færeylngar báru ekki gæfu til aö
grípa tækifærið, þegar það bauðst. Árið 1790 kom út ný verzl-
unartilskipun fyrir Færeyjar. Vöruverð var þá fært talsvert niður,
en tilskipunin er merkilegust fyrir það, að hún gaf eyjaskeggjum
fyrirheit um frjálsa verzlun eptir 5 ár. En svo furðulega skamm-
sýnir voru Færeyir.gar, að þeir bönduðu hendi við þessu tilboði.
Eyjarnar höfðu öldum samar verið einokunar og embættismanna
hreiður, og nú sáust afleiðingarnar. Hin fámenna þjóð var orðin
rænulaus og hrædd við allar breytingar, örkola vonar um fram-
tíðina og gersamlega trúlaus á mátt sinn og megin. Danska
stjórnin gat ekki gefið henni þá trú aptur í einni svipan. I lög-
þingiskýrslunni 1793 segir svo: »Nokkrir, margir og flestir almúga-
menn ljetu þá ósk í ljós, að rjetturinn bókaði það þingvitni, að
þeir . undirgefnast og allraundirgefnast beiddust þess, að engin
frjáls verzlun yrði leidd í lög, en að jafnan yrði sama skipulag á
verzluninni sem nú, og þeir álitu, að yfirvöldum landsins væri það
ljóst, að landið þyldi ekki frjálsa verzlun«, o. s. frv. Það var ekki
furða, þótt stjórnin kippti að sjer hendinni, þegar tilboði hennar
»ar þannig tekið.
Einokunin var þó ekki almáttug í Færeyjum. Sumar vörur
'voru ekki einokaðar, svo sem fyr er sagt, og þar að auki blótuðu
háir og lágir á laun. Stórkostleg launverzlun var rekin í eyjun-
um, einkum í Þórshöfn. Sagt er að þar hafi um þessar mundir
verið 14 eða 15 leyniholur, sem ráku arðsama verzlun og allir vissu
um. Mönnum bjelzt þetta uppi vegna þess, að það var alkunnugt,
að æðstu embættismenn eyjanna voru allir launprangarar og höfðu
grætt meira en nokkrir aðrir á þeirri atvinnu. Embættismennirnir
virðast hafa verið mjög auðvirðilegir, fákunnandi og lítilsigldir,
spilltir og fjefalir. Atburður sem gerðist í Færeyjum 1804 bregður
björtu Ijósi yfir hið hneykslanlega framferði þeirra. Þá strandaði
undir Svíney kaupfar rnikið enskt. Það var mannlaust, en hlaðið
dýrum farmi, allskonar fágætum dúkum og vefnaðarvöru. Menn
tóku þegar að bjarga vörum úr skipinu, en það verk vannst seint,