Skírnir - 01.01.1925, Síða 218
201
Nolseyjar-Páll, þjóðhetja Færeyinga.
[Skírnir
því að skipið hafði rekið upp undir þverhn/ptan hamravegg. En
svo skall á ofsaveður á þriðja eða fjórða degi, og brotnaði þá skip-
ið i spón, en vörurnar fóru í sjóinn og flutu um sund og firði
hina nœstu daga. Var þá kappsamlega unnið að því að bjarga
sem mestu á land og þurka það. Siðau voru haldin uppboð á vog-
rekinu. Við þessi uppboð voru seldar vörur fyrir 12000 rd., og
er það stórkostleg fjárhœð þegar þess er gætt, hve bláfátæk al-
þy'ða manna í Færeyjum var um þessar mundir. Enda er enginn
vafi á þv/, að það voru hinir »heldri menn«, Bem klófestu vörurnar
fyrir gjafverð. Rjettir eigendur farmsins áttu nú að lögum að fá
2/3 hluta andvirðisins, en hluti þess að renna til þeirra, sem
starfað höfðu að björgun farmBÍns. En það gekk heldur treglega
að heimta inn uppboðsskuldirnar. Sórenskrifarinn hafði haldið upp-
boðin og átti því að annast innheimtuna. En' 2 árum seinna var
hann ekki kominn lengra áleiðis með það verk, en að hann þá gat
skilað af sjer 74 rd. Þá var innheimtan falln landfógetanum og
öðrum embættÍ8manni í eyjunum og varð þá sörenskrifarinn að
láta af embætti. Mjer er ókunnugt, hvernig þessu hneykslismáli
reiddi af að lokum, en hitt er víst, að margir mikilsmeigandi menn
1 Færeyjum, einkum þó hinir æðstu embættismenn, sendu stór-
mikið af »Svíneyjarvörum« á laun til annara landa, bæði Dan-
merkur, Skotlands og Islands, og ljetu Eelja þær þar. Varð mál
þetta embættismönnunum til hinnar me3tu óvirðingar meðal al-
múgans í Færeyjum.
Loks er þess að geta, að danska stjórnin hafði sýnt Færeyj-
um meiri sóma en Islandi að því leyti, að þar voru nokkrar land-
varnir. Við Þórshöfn hafði verið gert skotvígi eitt lítið og sátu
þar jafnan 33 hermenn. Skyidi hver sýsla leggja nokkra menn til
og voru þeir valdir með hlutke3ti. Þar að auki voru þar nokkrir
Bkotliðsmenn. Vígishöfðiuginn nefndist kommandant. Ekki
var nú berinn stærri, en þó hefði viðlíka liðsafii verið ærinn til
þess að halda Jörundi heitnum í skefjum, þegar hann brauzt hjer-
til valda sumarið 1809, ef laglega hefði verið á haldið.
III.
Hin fátæka, úrræðalausa og auðsveipa þjóð virtist una hag
sínum sæmilega vel í þessu daunilia andrúmslopti, og embættis-
mennirnir áttu sjer einskis ótta vonir. En þá skall alt í einu
á pólitískt stórviðri, sem nálega hafðl rifið einokunina upp með’